Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Page 141
heimsótti ísland í desember, en sú tegund er mjög sjaldséð hér á
landi. - Rjúpnaveiði var mjög takmörkuð. og er talið, að aðeins
hafi veiðst 40-50.000 fuglar. Það er minnsta ársveiði sem þekkst
hefur.
Svokallaður Spánarsnigill færist nú í aukana hér á landi, en
hans varð fyrst vart árið 2003. Snigillinn er rauður eða rauð-
brúnn að lit. Hann getur orðið skaðvaldur, ef honum fjölgar
mjög mikið.
Leyft var að veiða 1.137 hreindýr (909 árið áður). Af þeim
voru 560 tarfar (475 árið áður). Alls veiddust 1.130 dýr og af
þeiin voru 590 tarfar. Heildartekjur af veiðileyfasölu voru um
87 milljónir króna.
Annað
Svokallaður skógarkerfill breiðir úr sér víða um land. Plantan
er ágeng og kæfir annan gróður. Stórar breiður af henni má t.d.
sjá í Esjuhlíðum við Mógilsá. - Tófubein sem fundust í helli á
Ströndum reyndust vera 3.300-3.500 ára gömul. Tófan kom því
til Islands löngu fyrir landnámstíð.
Jöklar landsins halda áfram að minnka. Dæmi um þetta er
Gígjökull, sem gengur úr Eyjafjallajökli gegnt Þórsmörk. Hann
hefur hopað um 900 m síðan 1994. Þá hafa Skeiðarárjökull
að vestan og Breiðamerkurjökull styst unt 900 m á síðustu tíu
árum.
PRÓF
Lokapróf við Háskóla Islands
A árinu 2007 luku 1.648 (1.675) stúdentar embættisprófum
eða M.A.-, M.S.-, B.S.-. B.A.- og B.Ph. Isl.-prófum frá 11
deildum Háskóla Islands, og 88 luku viðbótarnámi frá félags-
vísindadeild. Alls luku því 1.736 stúdentar prófi frá skólanum
(1.588 árið áður).
Guðfrœðideild (39): Embættispróf í guðfræði 5, M.A.-próf
í guðfræði 5, B.A.-próf í guðfræði 18, B.A.-próf í guðfræði,
djáknanám 8, djáknanám viðbótarnám 3.
Lœknadeild (61): Embættispróf í læknisfræði 36, M.S.-próf
(139)