Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Side 147
Viðskiptadeild (287): MBA próf 52, MSc próf 23, BSc próf
192, Diplóma 20.
Tcekni- og verkfrœðideild (207): Diplóma í byggingaiðnfræði
14, B.Sc. í byggingatæknifræði 22, B. Sc. í fjármálaverkfræði
1, B.Sc. í geislafræði 14, B.Sc. í iðnaðartæknifræði 6, B.Sc. í
lífeindafræði 12, M.Sc. í byggingarverkfræði 3, Diplóma í raf-
iðnfræði 28, B.Sc. í rafmagnstæknifræði 9, TVD-frumgreina-
sviðspróf 71, B.Sc. í tölvu- og upplýsingatæknifræði 3, B.Sc. í
vél- og orkutæknifræði 10, Diplóma í véliðnfræði 14.
Tölvunarfrœði (62): B.Sc. í tölvunarfræði 44,
Diplóma í kerfisfræði 13, meistaranám í tölvunarfræði 5.
Lokapróf við Hólaskóla, háskólann á Hólum
Þessi skóli útskrifaði í maí í fyrsta sinn nemendur eftir að
hann var gerður að háskóla. Brautskráðir voru 67 nemendur.
BA-próf í ferðamálafræði 9, Diplóma í ferðamálafræði 1,
hestafræðingar og leiðbeinendur 28, tamningamenn 15, þjálf-
arar og reiðkennarar 14.
Doktorspróf
Bandaríkin
Helga Lára Helgadóttir í hjúkrunarfræði við Nebraska
háskóla (23. apríl). Ritgerðin nefnist: Fræðsla til foreldra um
verkjameðferð barna heima eftir hálskirtlatöku.
Helga Sif Friðjónsdóttir í hjúkrunarfræði við Washington
háskóla (18. maí). Ritgerðin nefnist: Rannsókn á þáttum, sem
hafa áhrif á ofneyslu áfengis meðal unglinga á íslandi.
Jón Steinsson í hagfræði við Harvard háskóla í Massachusetts.
Ritgerðin nefnist: Exchange Rates in General Equilibrium.
Fjallað er um verðbreytingar, m.a. hve þær eru miklar, hvenær
þær verða, hvers vegna og hve oft fyrirtæki breyta verði.
Sigurjón Baldur Hafsteinsson í þjóðfræði við Temple
University í Pennsylvaníu (18. september). Ritgerðin nefnist:
Unmasking Deep Democracy: Aboriginal Peoples Television
Network and Cultural Production. Fjallað er um þjóðfræðilega
rannsókn á sjónvarpstöðinni APTN í Winnipeg, en hún er eina
(145)