Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Page 154
þrjár háhitarannsóknarholur, í Bjarnarflagi, á Þeistareykjum og
vestan við Kröflu.
Vatnsbúskapur Landsvirkjunar var í meðallagi á árinu. Lítil
úrkoma var fyrri hluta ársins en mikil seinni hlutann. Hálslón
var að fullu tekið í notkun á árinu og nær tvöfaldaðist með því
miðlunargeta Landsvirkjunar. Hún er nú 4.550 gígalítrar og
skiptist þannig að Hálslón er með 47% af miðlunargetunni,
Þórisvatn 33%, Blöndulón 9% og önnur lón 11%.
Raforkuframleiðsla Landsvirkjunar inn á flutningskerfi
Landsnets á árinu óx um 14% og var 8.480 gígavattstundir
(7.430 árið áður). Hlutur vatnsafls í framleiðslu var um
93,9% en jarðgufustöðva um 6,1%. Landsvirkjun keypti 422
gígavatnsstundir af raforku frá Orkuveitu Reykjavíkur og
Hitaveitu Suðurnesja. Þessi orka fór í endursölu til stóriðju.
Heildarorkusala Landsvirkjunar á árinu var 8.903 gígavatns-
stundir. Helstu kaupendur raforku á árinu voru sem fyrr stór-
iðjufyrirtækin og fengu þau alls 6.258 gígavatnsstundir og er
það 16% aukning frá fyrra ári. Sala á forgangsrafmagni til
almenningsveitna óx um 5,4% og var 1.864 gígavatnsstundir.
Rafmagnssala ti! Fjarðaáls á Reyðarfirði hófst á árinu.
Hagnaður af rekstri Landsvirkjunar á árinu 2007 nam 28,5
milljörðum króna og í árslok töldust eignir fyrirtækisins nema
319 milljörðum. Eiginfjárhlutfall var 31,1% í árslok.
SAMGÖNGUR OG FERÐAMÁL
Erlendir ferðamenn
Árið 2007 fjölgaði ferðamönnum, sem komu um Leifsstöð,
um 15,1% og urðu þeir tæplega 458.889 (398.625 árið áður).
Fjölgun ferðamanna var mest frá Kanada annað árið í röð eða
um 43,0%, Hollendingum fjölgaði um 25,1% og Svíum um
21,5%. Hins vegar var fækkun á komum Bandaríkjamanna um
7,0% og Japana um 5,0%. Frá öllum öðrum löndum fjölgaði
ferðamönnum og að fjölda til mest frá Noregi eða rúmlega 6.200
manns. Flestir ferðamenn komu frá eftirtöldum tíu löndum:
(152)