Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Page 159
Ýmis slys og óhöpp
Þyrlan TF-SIF lenti í sjónum út af Straumsvík 16. júlí. Fjórir
menn voru í áhöfn og björguðust þeir um borð í björgunarbát-
inn Einar Sigurjónsson. Þyrlan var við æfingar. - 19. ágúst var
lýst eftir tveimur Þjóðverjum, sem ætluðu að stunda fjallgöngur
og ísklifur í nágrenni Skaftafells. Gerð var að þeim mikil leit
og fundust tjöld þeirra en þeir ekki Talið er að þeir hafi farist á
Svínafellsjökli. - Eftir leitir í Flóa- og Skeiðamannaafrétti 14.
september drukknuðu 108 kindur í Kálfá í Gnúpverjahreppi.
Þetta gerðist af því að kindurnar fóru á röngum stað út í ána og
komust ekki upp hinum megin.
STJÓRNMÁL
Arið var ár alþingiskosninga og stjórnarskipta að kosn-
ingunum loknum. Þá urðu mjög óvæntar sviptingar í borg-
arstjórn Reykjavíkur, þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks sprakk, og við tók meirihluti Samfylkingar,
Vinstri grænna. Framsóknarflokks og Frjálslyndra og óháðra.
Þessir sátu í ríkisstjórn Islands fram að kosningum: Geir H.
Haarde forsætisráðherra, Arni M. Mathiesen fjármálaráðherra,
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Björn
Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra, Einar K. Guðfinnsson
sjávarútvegsráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra
frá Sjálfstæðisflokknum, lón Sigurðsson iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra, Magnús
Stefánsson félagsmálaráðherra, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra
og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra frá Framsóknarflokki.
Stjómmál og stefnurfram að kosningum
Fyrsta átakamál ársins í landsmálum var svokallað RUV
mál, þ.e. að breyta Ríkisútvarpinu úr ríkisstofnun í opinbert
hlutafélag (ohf). Stjórnarandstaðan og þá einkum Vinstri
grænir töldu þetta undanfara þess að einkavæða Ríkisútvarpið.
Menntamálaráðherra, sem flutti málið, taldi svo ekki vera.
Aðeins væri verið að lagfæra reksturinn til þess að útvarpið
(157)