Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Blaðsíða 167
Flokksstarf í aðdraganda kosninga
I fyrstu skoðanakönnun ársins, sem kom í Fréttablaðinu
í janúar, komu Sjálfstæðisflokkur (40,2%), Vinstri grænir
(19,4%) og Frjálslyndir (10,0)% vel út en Framsókn (7,4%) og
Samfylkingin (18,4%) illa. Hélst þessi staða næstu mánuði og
var einkum mikið talað um slæma stöðu Samfylkingarinnar,
sem mældist með minna fylgi en Vinstri grænir og munaði þar
oft um 5,0%. Það var fyrst um mánaðamót apríl maí sem fylgi
Samfylkingarinnar varð meira en Vinstri grænna samkvæmt
skoðanakönnunum.
Landsþing Frjálslynda flokksins var haldið í Reykjavík
dagana 26.-27. janúar. Enginn bauð sig fram á móti Guðjóni A.
Kristjánssyni í formannssætið en tvö buðu sig fram til varafor-
manns, Magnús Þór Hafsteinsson fráfarandi varaformaður og
Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi í Reykjavík. Svo fór, að
Magnús sigraði með 460 atkvæðum eða 56,7% en Margrét fékk
351 eða 43,3%. Kolbrún Stefánsdóttir var kosin ritari með 398
atkvæðum. Nokkrum dögum eftir Landsþingið sagði Margrét
Sverrisdóttir sig úr flokknum. Nokkrir stuðningsmenn hennar
gerðu slíkt hið sama.
8. febrúar sagði Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður
sig úr Framsóknarflokknum og gekk í Frjálslynda flokk-
inn. Hann hafði farið halloka í forvali Framsóknarmanna í
Norðvesturkjördæmi.
Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs var
haldinn dagana 23.-25. febrúar og sátu fundinn um 600 full-
trúar. Steingrímur J. Sigfússon formaður og Katrín Jakobsdóttir
varaformaður voru endurkjörin án mótframboðs. Þá var Sóley
Tómasdóttir kosin ritari og Guðrún Agústa Guðmundsdóttir
gjaldkeri. Mikil bjartsýni ríkti á fundinum vegna alþingiskosn-
inganna um vorið, en flokkurinn var um þessar mundir með yfir
20,0% fylgi samkvæmt skoðanakönnunum.
29. flokksþing Framsóknarflokksins var haldið í Reykjavík í
byrjun mars. Um var að ræða aukaflokksþing og var því ekki
kosin ný forysta, en Jón Sigurðsson hafði tekið við formennsku í
flokknum í ágúst 2006 og Guðni Agústsson varð varaformaður.
Flokksþingið skyldi móta stefnu fyrir alþingiskosningarnar, og
(165)