Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Blaðsíða 169
mjög vel út í skoðanakönnunum og var með um og yfir 40%
fyigi-
Landsfundur Samfylkingarinnar var haldinn í Egilshöll í
Reykjavík 13.-14. apríl. Hátt í 2.000 manns sóttu setningarhátíð
fundarins. Meðal þeirra voru Heile Thorning-Schmith, foringi
danskra jafnaðarmanna og Mona Sahlin foringi sænskra jafn-
aðarmanna. Formaður og varaformaður Samfylkingarinnar
voru endurkjörin án mótframboðs.
Alþingiskosningar 12. maí
Fimm flokkar og fslandshreyfingin buðu fram í öllum
sex kjördæmum landsins í alþingiskosningunum 12. maí.
Það voru Framsóknarflokkur (B-listi), Sjálfstæðisflokkur (D-
listi), Frjálslyndi flokkurinn (F-listi), íslandshreyfingin (I-listi),
Samfylkingin (S-listi) og Vinstri hreyfingin grænt framboð
(V-listi).
Á kjörskrá í alþingiskosningunum 2007 voru 221.330 manns
og af þeim kusu 185.071 eða 83,6%. Er þetta töluvert minni
kjörsókn en 2003, en þá var hún 87,6 %. Verður að fara allt
aftur til 1942 til þess að finna minni kjörsókn. Frambjóðendur
voru alls 756, 399 karlar og 357 konur. Karlar voru oddvitar á 24
listum en konur á 12. Ef litið er á starfsstéttir virðist skólafólk
einna mest áberandi, bæði kennarar og nemendur.
Urslit kosninganna urðu þau, að Framsóknarflokkur fékk
21.349 atkvæði eða 11,7% og tapaði 6,0% frá síðustu kosn-
ingum, Sjálfstæðisflokkur fékk 66.749 atkvæði eða 36,6% og
bætti við 2,9%, Frjálslyndi flokkurinn fékk 13.233 atkvæði eða
7,3% og tapaði 0,1%, íslandshreyfingin fékk 5.933 atkvæði eða
3,3%, Samfylkingin fékk 48.742 atkvæði eða 26,8% og tapaði
4,2% og Vinstri hreyfingin grænt framboð fékk 26.136 atkvæði
eða 14,3% og bætti við sig 5,5%. Verulegur munur var á fylgi
flokkanna eftir kynjum, 45.0% karla kusu Sjálfstæðisflokkinn
en aðeins 32,0% kvenna. Aftur á móti kusu 33,0% kvenna í
landinu Samfylkinguna en aðeins 23,0% karla.
Þingmenn skiptust þannig á milli flokka, að Framsóknarflokk-
urinn fékk sjö þingmenn og tapaði fimm, Sjálfstæðisflokkurinn
fékk 25 þingmenn og bætti við sig þremur, Frjálslyndi flokkur-
(167)