Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Page 176
neytinu til samgönguráðuneytisins. Frá samgönguráðuneytinu
fór síðan ferðaþjónustan til iðnaðarráðuneytisins. Fleiri breyt-
ingar skyldi gera, en loks má nefna, að Flagstofa Islands skyldi
hætta að vera sérstakt ráðuneyti og hverfa sem sjálfstæð stofnun
undir forsætisráðuneytið.
Um sjávarútvegsmál sagði í stjórnarsáttmálanum að „gerð
verði sérstök athugun á reynslunni af aflamarkskerfinu við
stjórn fiskveiða og áhrifum þess á þróun byggða“. Ekki er
þannig gerð hörð hríð að kvótakerfinu og mjög er óljóst hvernig
landbúnaðurinn eigi að þróast en um hann segir í sáttmálanum:
„Unnið verði að endurskoðun landbúnaðarkerfisins með það
fyrir augum að auka frelsi, bæta stöðu bænda og lækka verð til
neytenda.“
Um utanríkismál var fremur lítið sagt. Talað er þó um að
íslendingar harmi stríðið í írak og tekið fram að ríkisstjórnin
hafi ekki á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Evrópu-
sambandinu á kjörtímabilinu.
Ný n'kisstjórn 24. maí 2007
í ríkisstjórn þeirri, sem kom til valda 24. maí 2007, voru eft-
irtaldir ráðherrar: Geir H. Haarde forsætisráðherra, Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Arni M. Mathiesen
fjármálaráðherra, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, Einar
K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Guð-
laugur Þ. Þórðarson heilbrigðisráðherra frá Sjálfstæðisflokkn-
um. en frá Samfylkingunni: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Jóhanna
Sigurðardóttir félags- og tryggingaráðherra, Kristján L. Möller
samgönguráðherra, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra
og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra. Allir sjálf-
stæðismennirnir voru áður ráðherrar nema Guðlaugur Þór. Af
samfylkingarráðherrunum höfðu Jóhanna Sigurðardóttir og
Össur Skarphéðinsson verið áður ráðherrar. Jóhanna var elst
ráðherranna, 64 ára en Björgvin G. Sigurðsson yngstur 36 ára.
Ráðherrarnir réðu sér fljótlega aðstoðarmenn. Þeir voru
þessir: Gréta Ingþórsdóttir hjáforsætisráðherra, Kristrún Heimis-
dóttir hjá utanríkisráðherra, Hanna Katrín Friðriksson hjá heil-
(174)