Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Page 180
skyndilega 22. janúar með yfirlýsingu frá stjórnarandstöð-
unni. Bauð hún sættir um frestun á gildistöku laganna fram
yfir kosningar. Því var ekki tekið og var frumvarp um að gera
RUV að opinberu hlutafélagi samþykkt eftir 56 klukkustunda
ræðuhöld við þriðju umræðu. Þingi var síðan slitið 18. mars
og höfðu þá verið samþykkt 147 mál. Af þeim voru 114 laga-
frumvörp og 33 þingsályktanir auk 357 fyrirspurna. Meðal
nýju laganna auk laganna um Ríkisútvarpið ohf. voru lög um
lækkun matarskatts, ættleiðingarstyrki, Vatnajökulsþjóðgarð,
sameiningu Háskóla íslands og Kennaraháskólans og fjármál
stjórnmálaflokka.
134. löggjafarþingið kom saman 31. maí. Sturla Böðvarsson
var kosinn þingforseti og þessir þingflokksformenn: Arnbjörg
Sveinsdóttir hjá Sjálfstæðisflokki, Lúðvík Bergvinsson hjá
Samfylkingunni, Ögmumdur Jónasson hjá Vinstri grænum, Siv
Friðleifsdóttir hjá Framsóknarflokknum og Kristinn H. Gunn-
arsson hjá Frjálslynda flokknum. Sumarþinginu lauk 13. júní.
Samþykkt voru átta lagafrumvörp, sem fjölluðu m.a. um samein-
ingu ráðuneyta, verðbréfaviðskipti og kauphallir.
Alþingi kom saman að nýju 1. október. Þá tók Herdís Þórðar-
dóttir sæti Einars Odds Kristjánssonar, sem látist hafði 14. júlí.
Fyrir þingsetninguna hafði verið settur upp íslenskur fáni við
gluggann á bak við forsetastólinn og mun fáninn áfram prýða
þingsalinn. Þá var fitjað upp á þeirri nýjung að flytja tónlist við
þingsetninguna.
Opinberar heimsóknir erlendra ráöherra.
Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, kom í opinbera
heimsókn til Islands í byrjun apríl. Hann ræddi einkum um
efnahagsmál og skattalækkanir á fyrirtæki við Geir H. Haarde.
- Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna
kom til Islands 14. júní. Hann sagði við blaðamenn, að samband
Islands og Bandaríkjanna hefði þroskast og orðið nútímalegra
eftir lokun herstöðvarinnar í Keflavík, en það hefði verið erfitt
fyrir sig að hringja til Geirs H. Haarde og tilkynna honum um
lokunina 25. mars 2006. Burns sagðist fagna framboði íslands
til Öryggisráðsins en Bandaríkin styddu enga þjóð til framboðs.
(178)