Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Síða 182
Geir H. Haarde forsætisráðherra fór í opinbera heimsókn til
Irlands í byrjun september. Hann átti viðræður við Bertie Ahern
forsætisráðherra. - 17. september fór Geir síðan í opinbera
heimsókn til Svartfjallalands og hitti Zeljko Sturanovic forsætis-
ráðherra og einnig forseta landsins, Fiiip Vujanovic. -1 október
var Geir H. Haarde í opinberri heimsókn á Italíu. Hann hitti
Romano Prodi forsætisráðherra og Emmu Bonino utanríkisvið-
skiptaráðherra Evrópusambandsins. Þá fór hann í Vatikanið og
gekk á fund páfa.
Sveitarstjórnarmál
REI-málið - Meirihlutaskipti í Reykjavík
I mars var stofnað dótturfélag innan Orkuveitu Reykjavíkur,
sem nefnt var Reykjavík Energy Invest (REI), sem skyldi
vera útrásararmur Orkuveitunnar. Með því mætti nýta kunn-
áttu starfsmanna Orkuveitunnar til sóknar á erlenda markaði.
Starfandi var frá því í janúar annað fyrirtæki Geysir Green
Energy (GGE), sem hafði einnig að markmiði að selja til
útlanda íslenska þekkingu á sviði orkuöflunar með borunum á
eldvirkum svæðum. Stærsti eigandi í þessu fyrirtæki var FL-
Group, en meðal amarra eigenda voru Atorka og Glitnir.
A blaðamannafundi 3. október var tilkynnt, að ákveðið
hefði verið að sameina REI og GGE. Af hálfu REI var þetta
ákveðið af stjórn félagsins, en í henni sátu Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson borgarstjóri, Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins, auk tveggja annarra sem báðir voru full-
trúar meirihlutaflokkanna. Hið nýja félag skyldi heita REI og
átti Orkuveitan að eiga í því 35,5%, FL Group 27,0%, Atorka
20,0% og Glitnir 6,2%. Hannes Smárason, forstjóri FL Group,
átti frumkvæði að því, að Bjarni Armannsson, fyrrum forstjóri
Glitnis, yrði ráðinn framkvæmdastjóri hins nýja félags. Hann
samþykkti það með því skilyrði, að hann yrði sjálfur hluthafi
og lagði hann fram 500 milljónir í hlutafé. Borgarfulltrúar
SjálfstæðisflokksinS aðrir en borgarstjóri voru ekki með í
ráðum, þegar þessi sameining var ákveðin. Þeir voru mjög
óánægðir og voru eða a.m.k. komust á þá skoðun að ekki ætti að
blanda saman opinberum eignum Orkuveitunnar og einkafjár-
(180)