Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Blaðsíða 183
munum við rekstur á áhættufyrirtæki eins og þetta sameinaða
fyrirtæki mundi verða.
Dagana 4. til 10. október voru miklar umræður innan Sjálf-
stæðisflokksins um það, hvað gera skyldi í málefnum REI. Þessi
mál voru m.a. rædd á fundi, sem sex borgarfulltrúar flokks-
ins héldu með formanni og varaformanni hans. Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson var ekki boðaður á þennan fund. Þessa daga voru
einnig viðræður í gangi milli sjálfstæðismanna um það að selja
hlut Orkuveitunnar í REI, en deilt var um, hvenær það ætti að
gerast. Sjálfstæðismenn vildu selja allt hlutaféð strax, en Björn
Ingi Hrafnsson, samverkamaður þeirra í borgarstjórn, vildi
aðeins selja lítinn hlut í byrjun. A þessum dögum komu upp
fréttir af kaupréttarsamningum, sem gera átti við ýmsa starfs-
menn Orkuveitunnar o.fl.
10. október var haldinn fundur í borgarstjórn og kom þá í
ljós, að ekkert samkomulag var komið á milli sjálfstæðismanna
og Björns Inga. Sjálfstæðismenn voru þó enn á þeirri skoðun
að samkomulag mundi takast og meirihlutinn mundi halda.
Vilhjálmur og Björn Ingi ræddu saman í síma eftir borgarstjórn-
arfundinn og sagði Vilhjálmur, að þeir Björn hefðu „handsalað“
samkomulag um áframhaldandi samstarf. Björn Ingi neitaði
því, enda væri ekki unnt að handsala neitt í gegnum síma.
Hinn 11. október rann síðan upp sá dagur, þegar skipt var
um meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. í stuttu máli gekk
þetta þannig fyrir sig, að um morguninn var haldinn fundur í
„prívathúsi“með Birni Inga og fulltrúum minnihlutans, þar sem
gengið var frá helstu atriðum í sambandi við valdaskiptin. Um
hádegið átti að vera fundur með borgarfulltrúum meirihlutans
til þess að ræða fjárhagsáætlun borgarinnar. Þar mættu sjálf-
stæðismenn en Björn Ingi ekki. Um klukkan tvö tilkynnti Björn
Ingi Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni að hann ætlaði að slíta sam-
starfi við sjálfstæðismenn og ástæðan væri ósamkomulag innan
raða sjálfstæðismanna um REI-málið. Tveimur tímum seinna
héldu svo fulltrúar fjögurra flokka fund með blaðamönnum á
Tjarnarbakkanum við Iðnó. Þetta voru Dagur B. Eggertsson
frá Samfylkingunni, Svandís Svavarsdóttir frá Vinstri grænum,
Björn Ingi Hrafnsson frá Framsóknarflokknum og Margrét
(181)