Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Síða 188
var út Hafnarblaðið eftir Guðjón Friðriksson, myndskreytt saga
hafnarinnar.
25. nóvember: Liðin voru 70 ár frá stofnun Sjómannadagsráðs
í Reykjavík. Það hélt hátíðlegan fyrsta sjómannadaginn 1938.
27. nóvember: Ferðafélag Islands 80 ára. í tilefni af afmælinu
bauð félagið unglingum inngöngu gegn lágu gjaldi.
5. desember: Lyfjafræðingafélag Islands 75 ára. Stofnfélagar
þess voru átta og voru fimm þeirra danskir.
ÚTVEGUR
Aflinn
Arið 2007 varð heidur betra aflaár en árið á undan. Heildar-
aflinn óx um 5,5% frá árinu á undan. Botnfiskafli dróst reyndar
saman um 6,2% en afli uppsjávarfisks óx um 13,0% milli ára.
Munaði þar mest um aukningu í loðnuafla, en hún var um
65,0%. Samdrátturinn í þorskafla var 12,5%.
Heildaraflinn var 1.395.914 tonn (1.322.914 árið áður), en
miðað er við vigtarskýrslur til Hagstofunnar. Þetta er vöxtur
upp á 5,5% eins og áður sagði. Afli á íslandsmiðum var
1.009.760 tonn (873.758), í norskri lögsögu 34.406 tonn (4.645),
í rússneskri lögsögu 4.551 tonn (2.143), á Flæmingjagrunni 0,0
tonn (2.185) og á öðrum miðum 347.197 tonn (440.183).
Þorskafli á árinu var 174.436 tonn (199.375 árið áður), ýsuafli
109.313 tonn (96.591), ufsaafli 64.245 tonn (75.460), karfaafli
55.454 tonn (57.949), úthafskarfaafli 19.919 tonn (24.646),
karfaafli samtals 75.373 tonn (82.595), lönguafli 6.592 tonn
(6.277), keiluafli 5.984 tonn (5.053), steinbítsafli 16.192 tonn
(16.408), lúðuafli 419 tonn (447), grálúðuafli 9.582 tonn (11.796).
skarkolaafli 5.816 tonn (6.370), síldarafli á íslandsmiðum
144.026 tonn (131.629), síldarafli af norsk-íslenskri síld 175.869
tonn (159.751), loðnuafli 294.066 tonn (177.828), kolmunnaafli
234.952 tonn (314.755), humarafli 2.007 tonn (1.876), rækjuafli
2.027 tonn (3.044). hörpudisksafli enginn, kúfisksafli 4.620
tonn (328) og skötuselsafli 2.777 tonn (2.587).
Nýting aflans var með eftirfarandi hætti: Til vinnslu innan-
lands 964.157 tonn (884.146), í gáma til úflutnings 48.556
(186)