Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Page 206
Fryst hrogn
Lýsi
Landfryst flök í blokk
4.394
4.184
3.156
Viðskipti í Kauphöll fslands fóru vaxandi á árinu. Hluta-
bréfaveltan nam 3.096 milljörðum króna en skuldabréfaveltan
nam 2.430 milljörðum. Þetta er í fyrsta sinn sem hlutabréfa-
veltan er meiri en skuldabréfaveltan. Var þetta sjötta árið í röð,
sem veltuaukning var mikil. Úrvalsvísitala aðallista lækkaði
um 1,4%. Vísitalan var með lokagildi ársins 6.318 stig (6.410
árið áður). Miklar sveiflur einkenndu árið, því að í júlí fór
úrvalsvísitalan yfir 9.000 stig, en hrapaði síðan hratt seinni
hluta ársins.
Af einstökum fyrirtækjum á aðallista Verðbréfaþings hækk-
aði markaðsverð mest í Atorku Group eða um 46,0%. Næst
kom Landsbankinn með 34,0% hækkun og þá Teymi með 9,8%
hækkun. Mesta lækkun markaðsverðs var hjá FL Group 42,8%,
þá hjá Straumi 13,2% og Exista var í þriðja sæti með 12,2%
lækkun.
Eigendaskipti og ýmsar hreyfingar ífyrirtœkjum
Róbert Wessman og Sindri Sindrason seldu í byrjun júlí hluti
sína á Actavis til Novators, félags Björgólfs Björgólfssonar.
Hlutur Róberts var seldur á 12,3 milljarða króna og hlutur
Sindra á tvo milljarða. - í lok júlí keypti Sund ehf. allt hlutafé
í B&L. Sund átti fyrir bílaumboðið Ingvar Helgason ehf.
- Geysir Green Energy keypti í byrjun ágúst Jarðboranir hf. af
Atorku Group fyrir 14,3 milljarða króna. - 24. ágúst var form-
lega opnaður nýr banki og nefnist hann Saga Capital. Hann
hefur aðsetur á Akureyri,
VINNUMARKAÐUR
Atvinnuleysi taldist vera 1,9% af áætluðum mannafla (2,9%
árið 2006). Þetta svarar til þess, að um 3.500 manns hafi verið
á atvinnuleysisskrá að meðaltali allt árið (5.000 árið áður).
A 4. ársfjórðungi ársins 2007 voru einmitt 3.500 manns án
(204)