Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Qupperneq 208
13,0% fram til 17. ágúst í kjölfar óróa á erlendum fjármálamörk-
uðum, en hjarnaði heldur við það sem eftir lifði ársins.
1 árslok 2007 var sölugengi Bandaríkjadals hjá Seðlabank-
anum 62.00 krónur og hafði lækkað um 13,7% frá árslokum
2006. Sölugengi breska pundsins var 124,29 krónur og hafði
lækkað um 11,8%. Evran kostaði 91,20 krónur og hafði lækkað
um 3,6%, en japanska jenið kostaði 55 aura og hafði lækkað um
8,5% gagnvart krónunni. I árslok 2007 kostaði danska krónan
12,23 krónur, sú sænska 9,69 kr. og sú norska 11,44 krónur.
Verðlag á nokkrum algengum vörutegundum og þjónustu á
höfuðborgarsvæðinu var sem hér segir í nóvember 2007 (innan
sviga eru tölur frá nóv. 2006): Franskbrauð sneitt, kg 390 kr.
(401), súpukjötskíló 591 kr. (595), ýsuflök, kg 1.079 kr. (1.067),
nýmjólkurlítri í pakka 76 kr. (78), smjörkíló 403 kr. (436), epla-
kíló 120 kr. (138), kartöflukíló 107 kr. (78), strásykurskíló 124
kr. (127), kaffikíló 906 kr. (939), Coca-Cola í flösku (2 1) 167 kr.
(207), brennivínsflaska 3.350 kr. (3.290), bjórdós (Egils gull 50
cl) 204 kr. (199), vindlingapakki 601 kr. (595), herraskyrta 4.757
kr. (4.985), kvensokkabuxur 1.087 kr. (1.033), bensínlítri (95
okt.) 135 kr. (119), flugferð Reykjavík-Akureyri aðra leið 10.120
kr. (9.230), rútufargjald Reykjavík-Selfoss 1.200 kr. (1.200),
bíómiði 900 kr. (900), fullorðinsmiði á Islandsmótið í knatt-
spyrnu 1.200 kr. (1.200), mánaðaráskrift að Morgunblaðinu
2.650 kr. (2.800), strætómiði í Reykjavík, stakt fargjald 280
kr. (250), Þjóðleikhúsmiði 3.100, afnotagjald sjónvarps á ári
32.904, áskriftargjald Stöðvar 2 á ári 68.903.
ÝMISLEGT
Alverskosning íHafnarfirði. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað
að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu í bænum um skipulag
svæðis, sem Alcan sóttist eftir til þess að stækka álver sitt. Hart
var tekist á um þetta í bænum. Alcan varði töluverðum fjármun-
um til þess að kynna sinn málstað, og samtök andstæðinga héldu
sínum málstað fram með töluverðum áróðri. Mynduðu þeir
samtökin Sól í Straumi undir forystu Péturs Oskarssonar. Bæjar-
stjórnarmeirihluti Samfylkingarinnar lét ekki uppi afstöðu í
(206)