Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Page 210
Ingibjargar Pálmadóttur um upphaf Baugsmálsins. Ýmsir Iög-
fræðingar töldu óviðeigandi, að dómari við einn dómstól skipti
sér af máli fyrir öðrum. - 22. febrúar óskaði Sigurður Tómas
Magnússon, settur ríkissaksóknari, eftir fundi með dómara í
Héraðsdómi og verjendum í Baugsmálinu. Tilefnið var nafn-
Iaust bréf, sem áðurnefndum mönnum var sent. í bréfinu segir,
að sýknudómar og frávísanir í Hæstarétti hafi verið hefnd
dómara þar vegna þess að Davíð Oddsson hafi beitt sér fyrir
því að Olafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson
hafi verið skipaðir í Hæstarétt. Ekki urðu frekari umræður um
þetta bréf og ekki varð upplýst, hver skrifaði það. - Munnlegum
málflutnngi í Baugsmálinu lauk 30. mars. Gestur Jónsson, verj-
andi Jóns Asgeirs, sagði að refsiheimildir vegna brota á 104.
grein hlutafélagalaga væru svo óskýrar að Jón Ásgeir hlyti að
verða sýknaður vegna meintra brota á umræddri lagagrein. Svo
fór ekki, því að 3. maí var Jón Ásgeir Jóhannesson dæmdur
í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á hluta-
félagalögum. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar.
Bensínsölu hœtt í Kvosinni. Bensínstöðinni við Geirsgötu í
Reykjavík var lokað 26. janúar og hún síðan brotin niður. Þar
með lauk bensínsölu í Kvosinni, en hún hafði staðið a.m.k. frá
1928.
Björk íHöllinni. 9. apríl hélt Björk Guðmundsdóttir tónleika
í Laugardalshöll eftir nokkurt hlé á tónleikahaldi á íslandi.
Þetta var fyrsta kynning á nýrri breiðskífu Bjarkar, sem nefnist
Volta.
Blöð og tímarit. Kári Jónasson hætti sem ritstjóri Frétta-
blaðsins í febrúar. Jón Kaldal tók við. - Viðskiptablaðið var
gert að dagblaði frá 8. febrúar. - DV varð dagblað á ný frá 22.
febrúar. - Krónikan hætti að koma út 29. mars og var sam-
einuð DV. - Olafur Þ. Stephensen var í lok maí ráðinn ritstjóri
Blaðsins. - Steingrímur Sævar Olafsson var í júlí ráðinn frétta-
stjóri á Stöð 2. - Frá og með 9. október breytti Blaðið um nafn
og heitir nú 24 stundir. Það er áfram í eigu Árvakurs og kemur
út í 105.000 eintökum. Því er dreift ókeypis.
Byrgismálið. í byrjun janúar voru birtar upplýsingar í þætt-
inum Kompási á Stöð 2 um starfsemi svonefnds Byrgis, en þar
(208)