Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Page 214
Viðstaddir voru m.a. bítillinn Ringo Starr og Olivia Harrison
auk sonar Yoko og Johns Lennons.
Gettu betur. Menntaskólinn í Reykjavík sigraði í spurninga-
keppni framhaldsskólanna eftir nokkurt hlé. Alls hefur skólinn
sigrað 13 sinnum í þessari keppni.
Goldman-verðlaunin. Orri Vigfússon, formaður NSAF-
Verndarsjóðs villtra laxa, fékk í apríl Goldman-verðlaunin,
en þau eru talin virtustu verðlaun til náttúruverndarmanna í
heiminum. Verðlaunin fékk Orri fyrir verndun laxastofna í
Norður-Atlantshafi.
Góðtemplarar seldu skóginn. I júlí kom fram að Ingunn
og Karl Wernersbörn hefðu keypt Galtalækjarskóg af Góð-
templarareglunni. Þar hafa árum saman verið haldin bindindis-
mót um verslunarmannahelgina, en þau leggjast nú af.
Gríman. Verðlaun fyrir leiklist á árinu, Gríman, voru afhent
15. júní. Benedikt Erlingsson hlaut þrenn verðlaun. Hann var
valinn leikskáld ársins fyrir Mr. Skallagrímsson, leikari ársins
í sama verki og síðan leikstjóri ársins fyrir „Ofagra veröld".
Dagur vonar fékk Grímuna fyrir að vera sýning ársins.
Grímseyjarferjan. Vegagerðin tók ákvörðun um að kaupa
notað skip frá Irlandi sem Grímseyjarferju. Miklar breytingar
þurfti að gera á skipinu og kostuðu þær mun meira en gert hafði
verið ráð fyrir. Mál ferjunnar voru mjög til umræðu í ágúst og
raunar út árið, en breytingunum lauk ekki á árinu.
Grœni fálkinn. 24. febrúar birtist í Morgunblaðinu grein um
svokallaða hægri græna í Sjálfstæðisflokknum. Mesta athygli
vakti, að yfir greininni var mynd af grænum sjálfstæðisfálka.
Hár aldur. I árslok 2007 voru 30 íslendingar á lífi 100 ára og
eldri, 26 konur og 4 karlar. Kristín Guðmundsdóttir í Hafnar-
firði var elst, 105 ára, fædd í maí 1902.
Heimsóknir listamanna. Vladimir Askenazy kom til Islands
í apríl og spilaði með Sinfóníuhljómsveit íslands. - Nýsjálenska
söngkonan Kiri Te Kanawa söng á tónleikum í Háskólabíói 7.
desember.
Hilton í Reykjavík. I lok maí var skrifað undir samning um að
Nordica hotel verði Hilton Nordica Hotel. Þetta kom til fram-
kvæmda 1. október.
(212)