Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Page 221
sín taka á ýmsum stöðum í júlí og mótmælti stóriðju. Þeir fóru
að Grundartanga, klifruðu þar upp í krana og lögðust á veginn
að álverinu. Þá gengu þeir um Laugaveg og upp á Hellisheiði
með mótmælaspjöld.
Spaugstofuþáttum fjölgaði enn. 24. mars var fluttur Spaug-
stofuþáttur númer 300. Um haustið hófust sýningar að nýju, en
þá var Randver Þorláksson ekki lengur með.
Stœrsta skipið. Skemmtiferðaskipið Grand Princess kom til
Reykjavíkur og Akureyrar í lok júní. Það er talið vera 108.806
brúttótonn, 290 m langt og ristir 8 metra. A skipinu rúmast um
3.100 farþegar og 1.100 manna áhöfn.
Sœti í Öryggisráðinu. Ríkisstjórn íslands samþykkti 1998 að
sækjast eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 2009-10.
Ný ríkisstjórn ákvað að fylgja umsókninni eftir með því að
ráða sérstakan starfsmann í utanríkisráðuneytið til þess að afla
fylgis við hana. Þá sótti utanríkisráðherra fundi, t.d. í Afríku,
í sama tilgangi.
Söngvakeppnin. í undankeppni um lag Islands í Eurovision
17. febrúar sigraði lagið „Ég les í lófa þínum“ eftir Svein Rúnar
Sigurðsson við texta Kristjáns Hreinssonar. Eiríkur Hauksson
söng. 11. maí flutti Eiríkur lagið, sem nú nefndist Valentine lost
í forkeppni Eurovision í Helsinki. Hann varð ekki meðal tíu
efstu og féll því úr leik.
Umdeild dómararáðning. Arni Mathiesen, settur dómsmála-
ráðherra, tilkynnti 21. desember, að hann hefði skipað Þorstein
Davíðsson [Oddssonar] héraðsdómara í Norðurlandi eystra. Þrír
aðrir umsækjendur um stöðuna voru metnir hæfari en Þorsteinn
af dómnefnd, sem Pétur Kr. Hafstein, fyrrverandi hæstaréttar-
dómari, stýrði. Málið var kært til umboðsmanns Alþingis.
Valitor í stað Visa. I september var tilkynnt að Greiðslu-
miðlun - Visa Island hefði tekið upp nafnið Valitor.
Verðlaun Asu Wright. Verðlaun úr sjóði Asu Wright fékk dr.
Gunnar Karlsson fyrir rannsóknir í sagnfræði Islands.
Wilson Muuga af strandstað. 17. apríl var skipinu Wilson
Muuga náð út af strandstað á Hvalsnesfjöru eftir fjögurra
mánaða strandlegu. Skipið var dregið til Hafnarfjarðar og það
gert sjóklárt, en síðan sigldi það til Líbanon.
(219)