Bræðrabandið - 01.01.1978, Síða 3

Bræðrabandið - 01.01.1978, Síða 3
"Við lifum á tima endalokanna. Tákn tímanna uppfyllast hratt og lýsa því yfir, að koma Krists sé nálæg, fyrir dyrum. Dagarnir, sem við lifiam á eru alvarlegir og þýðingarmiklir. Smám saman en ákveðið er Andi Guðs dreginn frá jörðinni. Plágur og dómar leggjast nú þegar á þá, sem fyrirlíta náð Guðs. Voðaviðburðir á landi og sjó, upplausn- in í þjóðfélaginu og stríðshljómurinn eru fyrirboðar ills. Þetta segir fyrir um komandi stórviðburði." Boðskapur til safnaðarins 1.39. Okkur er sagt að Drottinn muni koma að leysa sitt fólk þegar ástandið í heim- inum verður eins og það nú er. Saga heimsins er senn á enda runnin. En hefur boðskapur Guðs fengið að sama skapi að nema land í hjarta okkar og lífi? Það er knýjandi spurning fyrir okkur í dag. 1 dag neytir Satan allrar orku sinnar við að blekkja og skemma. Postulinn segir: "Verið algáðir, vakið. óvinur yðar, djöfullinn, gengur iim sem öskrandi ljón, leitandi að þeim sem hann geti gleypt." l.Pét.5,8. Það er svo auðvelt að láta berast afvega. "Margur vegurinn virðist greiðfær, en endar þó á helslóðum."Orðskv.14,12. Lystisemdir heimsins virðast ná tökim á sumiam. Vegurinn til lífsins er of mjór fyrir þá. Sumir vanrækja Guðs orð og samkomur Guðs barna. í hjörtum svimra hefur kærleikur til bræðranna dvínað. Og of margir eru sinnulausir og áhugalausir um kristniboðsstarf safnaðarins, boðun hans og vitnisburð. Brýnasta þörf okkar allra er að viðurkenna að við erum syndarar sem þurfum á náð Guðs að halda. Brýnasta þörf syndara er að snúa sér til Guðs og iðrast - daglega. "Snúið yður og nú til mín, segir Drottinn, af öllu hjarta, með föstum, gráti og kveini. Sundur- rífið hjörtu yðar, en ekki klæði yðar og hverfið aftur til Drottins, Guðs yðar, því að hann er líknsamur og miskunnsamur, þolinmóður og gæskuríkur.. (Jóel 2,12.13). Boðskapur Guðs nemur land í hjarta okkar og lífi að svo miklu leyti sem við leyfum honum það. "Gjörið köllun yðar og útvalning vísa," sagði postulinn. Okkar hluti í hjálp- ræðinu virðist vera óverulegur en það litla sem við verðum að gera - að velja Guðs veg og sannleika - er samt alger- lega ómissandi. Satan reynir að eyðileggja og skemma. Með hungursneyð, flóðum, jarðskjálftum, eldsvoðum og hernaði leitast hann við að magna þjáningar, sorg og dauða. Með ofbeldi og ofsókn mun hann reyna að kippa stoðum undan vintisburði Guðs barna. Með tilstilli afla bæði innan og utan safnaðarins mun hann stuðla að því að söfnuðinum fatist í því ætlunarverki sem Guð hefur gefið honvun að boða fagnaðarerindið allri skepnu. En hvað sem kann að henda okkur megum við vita að "Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Fyrir þvi hræðumst vér eigi." (sálm.46, 1.2.). Sá Guð sem leiddi ísrael til forna yfir Rauðahafið og Jórdaná mun vera með okkur árið 1978. Sá Guð sem frelsaði Daníel frá munni ljónanna og Sadrak, Mesak og Abed-Nego úr elds- ofninum er líka hæli okkar. "Gangir þú gegnum vötnin, þá er ég með þér, gegnum vatnsföllin, þa skulu þau ekki flæða yfir þig> gangir þú gegnum eld, skalt þú eigi brenna þig, og log- inn skal eigi granda þér: Því að ég Drottinn, er Guð þinn, hinn heilagi í ísrael frelsari þinn; ég gef Efyptaland í lausnargjald fyrir þig, læt Bláland og Seba í staðinn þín."(Jeö.43,2.3.) Við kunnum að lenda í vanda á nýbyrjuðu ári en ef Guð er' með okkur er ekkert að óttast. Guð segir við okkur: Tak í þig kjark, þú sem hræðist. Minn frið vil ég gefa þér sem ert kvíðinn; huggun þeim sem sorgin kveliir-j von þeim sem örvæntir; sigur sigruðum. Guð mun vera með okkur. Hann mun uppfýlla hverja þörf okkar. Hann mun reynast ekkjunni sem eiginmaður, faðir munaðar- lausum, vinur vinsnauðum og frelsari allra sem við honum taka. Þegar myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum (Jes .60,1.2.) mun hann vera sem skær birta í bústöðum okkar eins og hjá fólki Guðs hjá ísrael til forna í Egyptalandi. Hann mun geta lægt öld- urnar í huga okkar, hjarta og lífi eins og á úfnu Galíuleuvatni forðum er hann sagði: "Þegi þú, haf hljótt um þig." En slíkur sigur er því aðeins mögu- legur ef við helgumst frelsaranum að fullu og öllu og beygjum hjarta okkar og líf fyrir honum. "Að beygja alla hæfileika okkar og krafta fyrir Guði 6 3

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.