Bræðrabandið - 01.01.1978, Síða 5

Bræðrabandið - 01.01.1978, Síða 5
Einstaklingur getur valið það að vera hamingjusamur, glaðvær og ánægður eða hann getur valið að vera dapur, óhamingji samur eða óánægður. Sagan um Jakob og Esaú skýrir þýðingu persónulegs vals. Hvers konar drengur var Esaú? Hann óx upp þannig að hann elskaði sjálfan sig og lifði aðeins fyrir líðandi stund. Hann gerði uppreisn gegn valdi. Hann vildi ekki að neinn segði honum hvað hann ætti að gera. Hann var óþolinmóður. Hann vildi vera frjáls til þess að vera villtur. Hann var aldrei alveg ánægður. Aldrei sæll. Hann var steigurlátur og elskaði ekki andlega hluti. Hann var eftirlátssamur við sjálfan sig. Lögmál Guðs skoðaði hann sem ok og þrældómsfjötra. Hann hataði hugmyndina um frumburðarétt vegna þeirrar andlegu ábyrgðar sem hann fól í sér. En samt var hann í uppáhaldi hjá föður sínum. ísak dáði styrkleika Esaús, áræði hans og ótta- leysi,hafði ánægju af að hlýða á spennandi sögur um dáðir hans. Þegar á heildina var litið var Esaú óhamingju- samur, brokkgengur og eirðarlaus ungur maður sem hlaut óhjákvæmilega að lenda í vandræðum. Jakob var öðruvísi. Hann var hugsunarsamur og iðinn í öllxim verkum sínum. Hann elskaði heimili sitt og vann í garðinum og annaðist dýrin. Hann hugsaði um framtíðina og lagði áform fyrir hana í stað þess að beina athygli sinni að líðandi stund einungis. Hann var blíður og þolinmóður og var alltaf að hugsa vim leiðir til þess að gera móður sína hamingjusama. Hann var glaður í lund og hamingjusamur. Hann fann tíma til helgistunda og þráði að gefa líf sitt algjörlega þjónustu Guðs. Hann þráði frumburóaréttinn vegna andlegrar þýðingar hans. Esaú taldi auð og völd, veisluhöld °g skemmtanir vera grundvöll hamingjiinn- ar. Jakob taldi að sönn hamingja væri fólgin í því að geðjast Guði og hlýða boðum hans. Esaú elskaði hið jarðneska og var jafnvel tilbúnn til þess að fórna himneskjum hlutum til þess að uppfylla óskir augnabliksins. Hann óhlýðnaðist Guði með því að taka sér eiginkonur sem tilbáðu falsguði. Jakob valdi að taka mið af vilja Guðs hvað snerti hjúskap, fjölskyldu- tengsl og opinbert líf. Þessi eigin- leiki er nauðsynlegur til sannrar hamingju. Esaú er fulltrúi þeirra sem eru tilbúnir að láta af hendi arfleifð sína á himni fyrir fallvalta jarðneska hluti. Þeir láta stjórnast af löngun og iðka ekki sjálfsstjórn. Dómgreind þeirra er veik. FJÖLDINN ALLUR SELUR FRUMBURÐARÉTT SINN Hversu margir jafnvel meðal þeirra sem játa kristna trú láta stjórnast af löngunum sem eru skaðlegar heilsu og slæva hæfileika sálarinnar...fjöldinn allur selur frumbiirðarétt sinn fyrir eftirlátssemi við holdið. Heilsu er fórnað, andlegir hæfileikar sljóvgast og menn glata himninum....eins og Esaú vaknaði upp til þess að gera sér grein fyrir heimsku sinni og fljótfærni þegar það var orðið of seint að bæta úr því. Þannig mun það verða á degi Guðs með þá sem hafa látið af hendi himneska arf- leifð sina fyrir holdlegar fýsnir."^ Heilsa stuðlar einnig að sannri hamingju og einnig má segja að hamingja stuðli að góðri heilsu. Besta leiðin til þess að vera hamingjusamur er að vera önnum kafin við það að gera aðra hamingjusama. Mesta hamingja fæst í því að gjöra öðrum gott, við það að gera aðra hamingjusama. Slík hamingja er varanleg." áhrif hamingju á heilsu koma í ljós í tilraun sem gerð var fyrir mörgum árum. Á ákveðnu sjúkrahúsi var lítill hundur sem virtist tilheyra sjúkrahúsfjölskyld- unni. Hann var elskaður af laaknum, hjúkrunarkonum og öðru starfsliði. Þau klöppuðu honum og struku höfuð hans og hann elskaði þau líka á móti. Hann var hamingjusamur lítill hundur. Einn dag tilkynnti yfirlæknir sjúkra- hússins að hann ætlaði að gera tilraun á því hvaða áhrif hamingja og gleði hefðu á heilbrigða vefi líkamans. Hann fór með litla hundinn á skurðstofuna og svæfði hann og tók sýni úr beinmergnum þar sem rauðu blóðkornin verða til. Sýnið gaf til kynna mjög góða heilsu og ágætt ásigkomulag að öllu leyti. Þegar hundurinn vaknaði varð hann fljótlega aftur sami hamingjusami 5

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.