Bræðrabandið - 01.01.1978, Page 9
HRIFIN LEYNILEGA?
Sjá, hann er í óbyggðinni - þá farið
eigi út þangað. Sjá, hann er í her-
bergjunum - þá trúið því ekki. Því að
eins og eldingin gengur út frá austri og
sést allt til vestur þannig mun verða
koma manns-sonarins. "(26.27.versi.
Lítið vandlega á þessi vers aftur.
Það eru "falskristarnir" og"falsspá-
mennirnir" sem reyna að blekkja jafn-
vel útvalda. Varðandi hvaða atriði?
Falskristarnir munu segjast vera
endurkominn Messras og falsspámennirnir
munu segja: "Sjá hann er r óbyggðinni"
eða "r herbergjrmum".
Jesús segir: "Ég kem ekki þannig.
Ég kem eins og eldingin sem leiftrar
yfir himininn frá austri til vesturs
með srnum mikla bjarma og birtu."
Drottinn vill að við athugum það að
hann kemur r eigin dýrð sinni, dýrð
föðurins og dýrð allra englanna (sjá
LÚk.9,26). Hversu mikla dýrð hefur
einn engill? Við vitum þetta: Dýrð
eins engils leiddi það af sér að hópur
hraustra rómverskra hermanna féll sem
dauðir við gröf Jesú.Ef við getum marg-
faldað þetta með þeim fjölda engla sem
verða við komu Krists munum við fá
svolitla hugmynd um dýrð allra englanna.
Og srðan bætum við við dýrð englanna
dýrð Jesú og dýrð föðurins og hvað er
þá "leynilegt"við endurkomu Jesú
Krists?
Biblían segir skýrt: "Sjá hann kemur
r skýjunum og hvert auga mun sjá hann"
(Op.1,7). Hvað er leynilegt við þetta?
Hann mun koma aftur eins og hann fór.
Lærisveinarnir sáu hann fara og við
munum sjá hann koma aftur. Engillinn
sagði við uppstigningu Krists: "Þessi
Jesús sem var uppnuminn frá yður til
himins mun koma á sama hátt og þér sáuð
hann fara til himins" (Post.1.11).
Hér er ritningargrein sem segir
okkur meira um það hvað mun gerast
þegar Jesús kemur aftur: "Því að það
segum vér yður og höfum fyrir oss
orð Drottins, að vér sem lifum og erum
eftir við komu Drottins, munum alls
ekki fyrri verða en hinir sofnuðu; því
að sjálfur Drottinn mun með kalli, með
höfuðengils raust og með básúnu Guðs,
stíga niður af himni, og þeir, sem dánir
eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa.
Síðan munum vér, sem eftir erum verða
ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til
fundar við Drottin í loftinu. Og
síðan munum vér vera með Drottni alla
tíma." (1.Þess.4,15-18).
Við munxam bæði sjá Jesú og heyra
til hans.l.Hvert auga mun sjá hann (Op.
1,7). 2. Hann stígur niður með "kalli".
3. "Raust" hans mun heyrast. 4."Básúna"
Guðs mun hljóma (1.Þess.4,16). Það er
ekki minnsta ástæða til þess að ætla að
börn Guðs verði hrifin upp leynilega.
Þegar Jesús kemur munu hinir ógúðlegu
biðja þess að fjöll og hálsar falli
9