Bræðrabandið - 01.01.1978, Side 11

Bræðrabandið - 01.01.1978, Side 11
 Atzamöt Heyrirðu viniir hljóminn? Hljóm frá liðnum dögum. Undurlága óma af okkar hjartaslögum? Enn eru augnablikin áfram saman runnin. Enn af ævi okkar ársins kveikur brunninn. Hvað ber okkur ómur umliðinna daga? Þar mun nóg um þrenging.' - Það er lífsins saga.- En bjart er oft um óðul endurminninganna. Sorg og gleði saman sveipa vegferð manna. Þá ár er fram hjá farið, ferðamaður lítur ósjálfrátt um öxl sér, oft þá blygðast hlýtur. Margt var feilspor farið fram hjá skyldum stigið, tækifærum tapað, traust á Guði hnigið. Oft fer öðruvísi á árinu en skyldi. Ætíð syndasorinn silfrinu eftir fylgdi. Ó, hve vaxtarvana voru dagar mínir. Æ, hve hryggjast hlýtur hugur við slíkar sýnir. En gleymum þá ei gæsku Guðs á liðnum vegi, að hans náðar nutum nýrrar á hverjum degi. Huggun hrelldum manni hlotnast, myrkrið svarta þverr við elskueldinn inn við Drottins hjarta. Kærleiksarmur Krists er hverjum manni boðinn, hans ef grípum höndu hverfur jarðar voðinn. Hjartans huggun eina er hann og frelsið manna. Hann er leiðarljósið lifsins stjarnan sanna. Heyrirðu vinur hljóminn, hljóm frá nýjum dögum? Undur lága óma af okkar hjartaslögum? Enn þá gefast okkur augnablik í stundum. Tími tækifæra, tefjum ei né blundum. Notum árið nýja - náðarstundir bjartar - til að eignast eldinn inn við Drottins hjarta. Þá mun gæfa - gleði - gista í hverjum ranni og bróðurelskan bjarta berast hverjum manni. Björk L -

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.