Bræðrabandið - 01.01.1978, Síða 12
H AFA VISINDIN UPPGOTmD
LÍF EFTIR DAUÐANN?
Eftir MARVIN MOORE
SUMIR HALDA ÞVÍ FRAM AÐ ÞEIR HAFI
FUNDIÐ SÖNNUN ÞESS AÐ SÁLIN LIFI LÍKAMS-
DAUÐANN.
Kimber Burns barði hnefanum í flaut-
una og spyrnti £ hemlana. Það ýlfraði
í hjólbörðunum og hann missti stjóm á
bílnum. Bíllinn hringsnerist og höfuð
Burns slóst í dyrustafinn.
1 eitt augnablik var myrkt. Burns
fékk verk í vinstri handlegginn. Maður
hrópaði að því er virtist í fjarlægð.
Svo heyrðust margar aðrar raddir. Ein-
hvers staðar heyrði hann bíldyr opnaðar
og maður sagður: "Ég er viss um að hann
er látinn." Burns opnaði augun. Hann
sá manninn óljóst í opnum dyrunum.
Allt í einu varð ásjóna mannsins
skýr. Burns fannst hann hreyfast upp
á við, út úr líkamanum að því er virt-
ist í gegnum þakið á bílnum. Undrandi
leit hann á sjálfan sig. Þarna voru
handleggir hans og fætur. Hann gat
séð líkama sinn liggja á'framsætinu.
Vinstri fótur hans var snúinn við
öklann.
Ég ér að deyja. Hugsaði Burns.
Þetta getur ekki verið ég - en það er
ég. Og þá varð allt aftur svart og
hann heyrði háværar raddir í kringum
sig. Honum fannst hann vera sogaður í
gegnum gífurlega stórt rör og það var
ljós við fjarlægari endann sem varð
skærara eftir því sem hann nálgaðist
það. Beggja vegna sá hann aðrar verur
eins og sig sjálfan. Hann þekkti föð-
ur sinn sem hafði dáið fyrir mörgum ,
árum og félaga sinn úr menntaskóla, sém
hafði dáið i flugslysi á menntaskóla-
árunum og eldri systur sína. Hann hafði
Marvin Moore er rithöfundur sem á heima
í Keene í Texas.
Grein úr Review 17.nóv.l977
verið við jarðarför hennar þegar hann
var lítið barn. Þau brostu öll og
virtust banda til hans og vildu slást
í hópinn með honum. Hann reyndi að komast
til þeirra en það var lína á milli
þeirra og hans sem hann gat ekki farið
yfir.
Allt í einu varð Burns var við
voldugt afl við hliðina á sér. Hann
sneri sér við og þá sá hann fyrir fram-
an sig ljós miklu skærara en sólin en
samt skaðaði það ekki augu hans.
"Hvað getur þú sýnt mér úr lífi þínu?"
spurði ljósið. Þetta voru ekki nákvæm-
lega réttu orðin en þetta var sú hugsun
sem fór á milli ljóssins og hans.
Burns fann til mikils friðar og
fagnaðar. Hann reyndi að segja verunni
í ljósinu sem honum fannst vera Kristur
að hann vildi slást í hópinn með vinum
sínum og ástvinum. En veran "talaði"
aftur "þú verður að fara aftur," virt-
ist hún segja. "Verki þínu er ekki
lokið. Kærleikurinn er hið mikla verk-
efni lífsins. "
1 augnablik virtist allt svart aftur.
Þá fann Burns margar hendur toga líkama
sinn út úr bílnum. Hann stundi og
opnaði augun. Maður í hvítum frakka
beygði sig yfir hann. "Hann er enn
lifandi.'" heyrði hann monnina hrópa
og þeir komu með sjúkrabörur að gang-
stéttinni og lyftu honum inn í sjúkra-
bílinn sem stóð við hliðina á bílnum
hans.
Ég hef búið til þessa sögu til þess
að skýra reynslur sem fjöldi manns um
öll Bandaríkin segjast hafa orðið fyrir
og eins og Burns hafa lifað af dauðann.
Slíkar reynslur hafa verið að gerast í
lífi fólks í mörg ár, en það er bara
núna sem farið er að taka þær alvarlega.
Dr.Raymond Moody höfundur bókarinnar
LÍf eftir líf er einn af þeim. Dr.
Moody hefur haft tal af 150 manns sem
hafa lent í slíkum reynslum. Dr.
12