Bræðrabandið - 01.01.1978, Qupperneq 13
Elizabeth Kubler-Ross geðlæknir
sem hefur sérstaklega kynnt sér efnið
dauði og andlát hefur haft viðtal við
aðra.
"Þessar reynslur manna sem finnst þeir
hafa lent við dauðans dyr eru mjög
raunverulegar þessu fólki," segir Dr.
Moody, "og fyrir samskipti mín af þeim
hafa þessar reynslur orðið raunveruleg-
ir atburðir fyrir mig." - Life After
Life (Harrisburg Pa.: Stackpole Books,
bls.124) . ÞÓ hann forðist það að segja
það beint að þessar reynslur séu sönnun
fyrir lífi eftir dauðann má lesa það
á milli linanna við lestur bókarinnar
að Dr. Moody aðhyllist slíka niður-
stöðu. Dr. Kubler-Ross er ennþá
ákveðnari: "1 mínum huga er ekki minnsti
vafi um það að það er líf eftir dauðann,"
segir hún. Hún hefur lýst því opin-
berlega yfir að "dauðinn sé í raiin og
veru ekki til." Kenneth L.Woodward,
"There Is Life After Death," McCalls,
August 1976,bls.97.
SVO KALLAÐAR SANNANIR GEFA BYR UNDIR
BÁÐA VÆNGI
Þessar fullyrðingar hjá persónum
með vísindalegan bakgrunn hafa sérstaka
þýðingu fyrir Sjöunda dags aðventista
sem trúa á meðvitundarleysi í milli-
bils ástandinu. Þessum sögum um líf
í andanum eftir dauðann er tekið með
mikilli virðingu (Bók Dr.. Moodys var
gefin út í samþjöppuðu formi í janúar-
blaði Reader's Digest 1977) oq mun
örugglega gefa kenningunni byr undir
báða vængi sem gerir ráð fyrir ódauð-
leika sálarinnar og gera mönnum erfiðara
fyrir en nú er að veita viðtöku kenningu
Biblíunnar um skilyrðisbundinn ódauð-
leika.
Margir Sjöunda dags aðventistar sem
hafa lesið bók Dr. Moodys hafa án efa
dregið þá ályktun að það fyrirbæri sem
hann lýsir sé blekking uppspunnin af
djöflinum. Þetta er alveg mögulegt og
í samræmi við kenningar okkar. Það
hefur líka verið bent á það að þetta
gæti verið eðlilegt fyrirbæri sem
gerist þegar einstaklingur er nálægt
dauðanum og sem djöfullinn getur
notað fremur en yfirnáttúrlegt fyrir-
brigði sem hann vekur upp.
En sennilega er höfuðmálið ekki
hvað fyrirbærið er heldur hvað það
er ekki. Dr. Moody, Dr.Kubler-Ross
og aðrir eru á þeirri skoðun að það
sanni að maðurinn hafi sál sem hverfi
úr líkamanum og hafi meðvitund strax
við eða ef til vill rétt fyrir dauða
líkamans. Þessari niðurstöðu hafna
Sjöunda dags aðventistar af því að
hún er ekki i samræmi við kenningu
Biblíunnar um eðli mannsins,um dauðann
og um upprisuna.
Meðvitað líf byrjaði fyrir manninn
þegar Guð blés lífsanda inn í líflausan
líkamann sem gerður var úr leiri jarð-
arinnar. Þegar einstaklingurinn deyr
er ekki framar um meðvitund að ræða.
Sem sönnun þess benda aðventistar á
Sálmana 146,4 sem segir: "Andi hans
líður burt, hann verður aftur að jörðu.
Á þeim degi verða áform hans að engu,"
Og Préd.9,5: "Því að þeir sem lifa vita
að þeir eiga að deyja en hinir dauðu
vita ekki neitt."
Kenning Nýja testamentisins um upp-
risuna útilokar hina vinsælu hugmynd
um ódauðleika sálarinnar. í ræðu
sinni um endurkomu Krists skrifaði Páll
til Korintumanna: "Því að þetta for-
gengilega á að íklæðast óforgengileik-
anum og þetta dauðlega á að íklæðast
ódauðleikanum." (1.Kor.15,53). Einstakl-
ingurinn á ekki ódauðleikann í sér.
ódauðleikinn er eitthvað sem Jesús
veitir við endurkomuna.
í 1.Þess.4,14-17 fullvissar Páll
hina trúuðu í Þessaloníkusöfnuði um
það að þeir sem við komu Krists yrðu
ummyndaðir án þess að sjá dauðann næðu
ekki til himins á undan þeim sem dóu
fyrir endurkomuna: "Því að ef vér trúum
því, að Jesús sé daínn og upprisinn, þá
13