Bræðrabandið - 01.01.1978, Blaðsíða 14

Bræðrabandið - 01.01.1978, Blaðsíða 14
mun Guð sömuleiðis fyrir Jesúm leiða ásamt honum fram þá, sem sofnaðir eru; því að það segjum vér yður og höfum fyrir oss orð Drottins, að vér, sem lifum og erum eftir við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu; því að sjálfur Drottinn mun með kalli, með höfuðenglis raust og með básúnu Guðs, stíga niður af himni, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa; síðan munum vér, sem lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjimi til fundar við Drottin í loftinu; og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma." Það væri skrýtið af Páli að segja þetta hefði hann haldið að hinir látnu sem hefðu ódauðlegar sálir kæmu á undan.' Ef Satan á að ná árangri í því að blekkja heiminn með andatrú á hinum síðustu dögum að því marki sem Biblían og Ellen G.White segja fyrir þá verður hann á okkar öld þegar vísindin eru æðsta vald heimsins að sannfæra vísinda- mennina. Dr. Woody setur vandamálið skýrt fram: "Andrúmsloft okkar tíma er almennt gegn því-að ræða möguleikana á lífi eftir líkamsdauðann. Við lifum á þeirri öld þar sem vísindi og tækni- fræði hafa gert mikla hluti í því að skilja og sigra náttúruna. Að tala um lífið eftir dauðann virðist einhvern veginn útilokað í augum margra sem finnst að sú hugmynd tilheyri meira hjátrú fortíðarinnar en vísindaöld vorra daga. Samkvæmt því er litið með spotti á þá einstaklinga sem hafa reynslur sem liggja utan þess sviðs sem vísindin ráða yfir." Sama bók bls.94. Fyrir mörgum árxmi sagði Ellen G. White fyrir xim það að "á himnum munu brátt birtast óttalegar sýnir yfir- náttúrulegs eðlis sem tákn um vald þeirra djöfla sem furðuverk geta unnið."Deilan mikla bls.650. Jesús varaði við því að falskristar og falsspámenn mundu gera mikil tákn og undur og "ef verða mætti blekkja jafnvel útvalda" (Matt.24,24.). Vísindalegar "sannanir"m líf eftir dauðann kunna að vera ein að blekkingum síðustu daga. Þegar þær koma fram getur heimurinn litið á yfirnáttúrlegar sýnir djöfla sem vinna kraftaverk sem vísindalega sönnun fyrir blekkingar- hugmyndum djöfulsins. Þeir sem trúa sannleikanum á hinum síðustu dögiim verða að afneita vitnis- burði skilningarvita sinna. Ellen White spyr: " Er fólk Guðs svo stað- fast í orði hans að það láti ekki undan vitnisburði skilningarvita sinna?" Sama bók bls.652. Vald Biblíunnar mun verða aðalmál í lokabaráttunni. Þess vegna verðum við að rækta með okkur traust á Biblíuna. Við verðum að fylla huga okkar með sannleika Biblíunnar núna á hverjum degi. Aðeins á þann hátt munum við verða varin gegn magnþrungnum freist- ingum sem Satan mun varpa á vegferð okkar á dögunum sem fram undan eru. * HVER VILL ÞIG LEIÐA? Hver hefur skapaí himin og jör6? Hver heldur yfir börnunum vöri? Hver vill þau leiöa um heimsins stig? Hann, sem aö elskar þig og mig Hver þekkir barnslegu brosin þín? Blessar þig, þegar sólin skín? Hver vill þig leiða um byggð og borg, breiiir út faðminn í gleði og sorg? Hver skapar allt sem að ilmar og grær? Allt sem að Xifað á jörinni fær, æðandi stormsins andardrátt, andvarann létta og hafið blátt. Hver hefur skapað heimsins ljós? Honum sé eilíf þökk og hrós. Hann mun þér lýsa ef lokast sund, leiðir og verndar þig hverja stund. JÓhanna Herdís Sveinbjörnsdóttir Þennan litla barnasálm, sem tileinkaður var mér á áttræöisafmælinu mínu, langar mig til aö senda afkomendum minum sem nóðurarf og vitnisburö um bjargfast lifsviðhorf mitt alla tíð. Magnína Jóna Sveinsdóttir Bauganesi 3 Reykjavik ÞAKKIR Um leið og við hverfum af landi burt til starfa í Nígeríu, viljum við þakka öllum trúsystkinum á íslandi fyrir sam- starf, vináttu og hlýhug á liðnum tíma. Einnig sendum við okkar bestu nýárskveðj- ur og biðjum ykkur öllum blessunar Guðs. Okkur þætti vænt um að njóta bæna ykkar í framtíðinni. Utanáskriftin til okkar verður þessi: P.O.Box 111 Port Harcourt Rivers State Nigeria Africa Steinþór, Lilja og börnin. 14

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.