Bræðrabandið - 01.01.1978, Blaðsíða 16

Bræðrabandið - 01.01.1978, Blaðsíða 16
Keflavíkursöfn: Ólafur Ingimundarson Dreifð systkin: Regína Torfadóttir Vestmannaeyjas: Vignir Þorsteinsson Formaður nefndarinnar var W.R.L.Scragg. Allsherjarnefnd lagði til að eftir- farandi fulltrúar mynduðu tillögu- nefnd og var það samþykkt: Formaður: W.R.L.Scragg Sigurður Bjarnason Theodór Guðjónsson Helgi Guðmundsson Ólafur Önundsson Sigríður Kristjánsdóttir Þorbjörg Bragadóttir Formaður og gjaldkeri samtakanna kynntu þróun og stöðu elliheimilis- sjóðsins og urðu um málið nokkrar umræður, sem stóðu fram til hádegis. Fyrir fundinn var lögð tillaga frá stjórn samtakanna og gerði hún ráð fyr- ir því að annað hvort yrði tiltekin eign samtakanna, Bauganes 13, skoðuð sem fjármagn væntanlegs elliheimilis og yrði þá möguleiki á að aldrað fólk í húsnæðishraki fengi þar inni eða að elliheimilissjóðurinn verði leystur upp og honum ráðstafað til annarra brýnna verkefna. Fundurinn samþykkti eftirfarandi tillögu frá tillögunefnd og voru 41 fulltrúi viðstaddur þegar atkvæða- greiðslan fór fram: 1) Makaskipti verði höfð á sjóðnimi og íbúðinni í Hraunbæ 82 I h.h. Þá verði aðeins um verðtryggingu að ræða en ekki sá möguleiki fyrir hendi að hýsa aldraö fólk. 2) Eignaskiptin verði miðuð við 1. janúar 1978. Fiandinum var slitið um kl. 15:30 LEIKMANNAMÓT fyrir safnaðarsystkini í N-Evrópu verður í Utrecht í Hollandi 19.-22. júlí n.k. Þeir sem hafa í hyggju að sækja mótið frá íslandi þurfa að til- kynna þátttöku á skrifstofuna Ingólfs- stræti 19 fyrir l.febrúar. Mótið munu sækja alls um 450 manns alls staðar að úr N-Evrópu og þar verða okkar bestu ræðumenn og því mikið þangsð að sækja. BOÐSKAPUR TIL SAFNAÐARINS 2.h. RÚmlega 100 eintök hafa nú selst af bókinni og er það mun rainna en hafði selst af fyrri bókinni á sambæri- legum tíma. Það er von þeirra sem fyr- ir bókaútgáfunni standa að systkinin geri sér ljóst að ef lítil hreyfing verður á þýðingarmiklum bókum sem út koma leiðir þaö til þess óhjákvæmi- lega að færri bækur verða gefnar út. Ef við viljum ýta undir bókaútgáfu safnaðarins þurfa safnaðarsystkini að kaupa og lesa útgefnar bækur. Margir sem keyptu fyrri bókina hljóta að hafa látiö undir höfuð leggjast að kaupa þá síðari. Eru þeir eindregið hvattir til að láta það ekki bíða lengur. NÝIR TRÚBOÐAR FRÁ ÍSLANDI Mánudaginn 2.janúar héldu Steinþór ÞÓrðarson, Lilja kona hans og tvö börn þeirra til Englands og var það fyrsti áfangi á leið þeirra til NÍgerxu en Steinþór hefur verið ráðinn þar til starfa á vegum safnaðarins. Fjölskyld- unni fylgja bestu óskir héðan að heiman. FÓRNIN 7.JANÚAR rennur til ritakaupa hvers safnaðar. Hverjum söfnuði fyrir sig er ætlað að nota þessar gjafir til að kaupa hjá forlaginu rit til að dreifa. FÓRNIN 21.JANÚAR rennur til útgáfu Bræðrabandsins. Ekki hefur verið farið út í það að taka sérstakt áskriftargjald heldur biðja systkinin að styrkja útgáfuna með fram- lagi sínu einu sinni á ári.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.