Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.08.1978, Qupperneq 5

Bræðrabandið - 01.08.1978, Qupperneq 5
bændi hann að hverfa frá þeim, og hann varð við beiðninni og lét flytja sig á báti yfir til strandarinnar hinum megin. Folkið í Gergesa hafði fyrir framan sig lifandi vitnisburð um mátt og misk- unn Krists. Það sá mennina sem gefið hafði verið vitið aftur, en þeir voru svo hræddir um að stefna í hættu jarð- neskum gæðum sínum að með hann, sem sigraði myrkrahöfðingjann fyrir augum þeirra, var farið sem óboðinn gest, og gjöf himinsins var bægt frá dyrum þeirra. Við höfum ekki tækifæri til þess að snúa okkur frá persóríu Krists á sama hátt og Gergesenar gerðu; en þó eru þeir margir sem neita að hlýða orðum hans, af því að hlýðni mundi hafa í för með sér afneitun einhverra ver- aldlegra áhugaefna. Margir hafna náð hans af því að hún gæti valdið missi fjárhagslegra verðmæta og þeir hrekja þess vegna anda hans frá sér. En tilfinningar hinna læknuðu vitfirringa vor'u allt aðrar. Þeir óskuðu að komast í samfélag við frels- ara sinn. 1 návist hans fundu þeir sig óhulta fyrir djöflunum sem höíðu kvalið þá og spillt manndómi þeirra. Þegar Jesús var að fara upp í bátinn héldu þeir sig fast að honum, krupu við fætur hans og báðu hann innilega að mega vera nálægt honum, svo að þeir gætu ætíð hlýtt á orð hans. En Jesús bauð þeim að snúa heim og segja lýðnum hvílik máttarverk Drottinn hefði fyrir þá unn- ið. Þar höfðu þeir verk að vinna - að fara inn á heiðið heimili og skýra frá þeirri blessun sem þeir höfðu öðlast fyrir Jesúm. Þeim var erfitt að skiljast við frelsarann. Þeir áttu vísa marga erfiðleika í samskiptunum við heiðna samborgara sína. Og hinn langi skilnaður þeirra frá mannfélag- inu gæti hafa gert þá óhæfa til þess verks sem hann hafði ætlað þeim. En jafnskjótt og Jesús hafði leitt þeim fyrir sjónir hver væri skylda þeirra, voru þeir reiðubúnir að hlýða. Þeir sögðu ekki einungis heimilisfólki sínu og nágrönnum frá Jesú, heldur fóru þeir víðsvegar um Dekapólis og lýstu hvarvetna mætti hans til frels- unar og útlistuðu hvernig hann leysti þá undan valdi hinna illu anda. Með því að vinna þetta verk gátu þeir öðlast meiri blessun en ef þeir hefðu gjörst förunautar hans, aðeins sjálfum sér til hagnaðar. Með því að vinna að boðun fagnaðarboðskaparins um endurlausnina komumst við nær frelsar- anum. Þessir tveir læknuðu vitfirringar voru fyrstu trúboðarnir sem Kristur sendi til að prédika fagnaðarboðskapinn í Dekapólishéraði. Þessir menn höfðu aðeins nokkur augnablik notið þeirrar blessunar að hlýða á kenningar Krists. Eyru þeirra höfðu ekki numið eina ein- ustu prédikun af vörim hans. Þeir gátu ekki kennt lýðnum eins og læri- sveinarnir sem höfðu verið daglega með Kristi. En þeir báru í eigin persónu vitnisburð um að Jesús væri Messías. Þeir gátu sagt frá þvi sem þeir vissu; því sem þeir höfðu sjálfir séð og heyrt og ftindið af mætti Krists. Þetta geta allir gert sem í hjarta sínu hafa verið snortnir af náð Guðs. JÓhannes, lærisveinninn elskaði, ritaði: "Það sem var frá upphafi, það sem vér höfum heyrt, það sem vér höfum séð með augum vorum, það sem vér horfðum á og hendur vorar þreifuðu á, það er orð lífsins. ... Það sem vér höfum séð og heyrt, það boðum vér yðiir." l.Jóh. 1,1-3. Sem vottar Krists eigvim við að segja „ _____ i m W'i ________ það sem við vitum, það sem við höfum sjálf séð og heyrt og fundið. Ef við höfum fylgt Jesú skref fyrir skref, þá munum við hafa eitthvað áþreifan- legt frá að segja um það hvernig hann hefur leitt okkur. Við getum sagt hvernig við höfum sannprófað fyrirheit hans og reynt að þau eru sönn. Við getum vottað um það sem við höfum kynnst af náð Krists. Þetta er vitnis- burðurinn sem Drottinn biður um, og það er fyrir skort á honum að jörðin er á glötunarvegi. ÞÓ að lýðurinn í Gergesa hefði ekki veitt Jesú viðtöku, þá skildi hann fólkið ekki eftir £ því myrkri sem það hafði valið. Þegar það bað hann að hverfa þaðan, hafði það ekki heyrt hann tala. íbúarnir voru óvitandi um það sem þeir voru að hafna. Þess vegna 5

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.