Bræðrabandið - 01.08.1978, Blaðsíða 4

Bræðrabandið - 01.08.1978, Blaðsíða 4
Lærisveinarnir og samferöamenn þeirra flýðu í ofboði; en fljótlega sáu þeir að Jesús var ekki með þeim og þeir sneru við til að leita að honum. Hann stóð þar sem þeir höfðu yfirgefið hann. Hann sem stillt hafði storminn, sem hafði áður mætt Satan og sigrað hann, flýði ekki þessa illu anda. Þegar mennirnir nálguðust hann gnístandi tönnum og froðufellandi, lyfti Jesús hendinni sem hafði bent öldunum að lægjast, og mennirnir komust ekki nær. Þeir stóðu hamslausir en máttvana andspænis honum. Með valdi skipaði hann hinum óhreinu öndimi að fara út af þeim. Orð hans smugu inn í myrkvaða hugi hinna ógæfu- sömu manna. Þeir gerðu sér óljósa grein fyrir því að frammi fyrir þeim var sá sem bjargaði gæti þeim frá hinum kvelj- andi djöflum. Þeir féllu fyrir fætur frelsarans til að veita honum lotningu, en þegar varir þeirra lukust upp til að biðja hann miskunnar, töluðu andarnir gegnum þá og hrópuðu æstir: "Hvað vilt þú mér Jesú, sonur' Guðs hins hæsta? Ég særi þig við Guð, kvel þú mig eigi." Jesús spurði: "Hvað heitir þú?" Og svarið var: "Hersing heiti ég, því að vér erum margir." Með hina hrjáðu menn sem milliliði sárbændu þeir Jesúm að senda sig ekki úr byggðinni. í fjalls- hlíðinni skammt þar frá var mikil svína- hjörð á beit. Andarnir báðu hann að senda sig £ svínin, og Jesús varð við beiðni þeirra. Þegar í stað trylltist hjörðin. Svínin æddu fram af klettunum og þar sem þau gátu ekki stöðvað sig við vatnsborðið steyptust þau £ vatnið og drukknuðu. Við þetta kom dásamleg breyting yfir hina óðu menn. Ljós hafði skinið inn £ hugi þeirra. Augu þeirra ljómuðu af skýrleik. Ásjónurnar sem lengi höfðu verið afskræmdar £ mynd Satans urðu £ einu vetfangi mildar, blóðstokknar hendurnar kyrrðust og fagnandi rómi lofuðu mennirnir Guð fyrir frelsunina. Ofan af klettunimi höfðu sv£nahirð- arnir séð allt sem gerst hafði,og þeir skunduðu brott til að flytja fréttirnar húsbændum simmi og öllum lýðnum. Full- ir ótta og undrunar flykktust allir i ibúarnir til fundar við Jesúm. Óðu mennirnir tveir höfðu verið ógnvaldar ^yggóarinnar, þvi að þeir réðust með djöfulæði á alla ferðamenn sem leið áttu um staðinn þar sem þeir dvöldu, 4 svo að enginn var óhultur fyrir þeim. NÚ voru þessir menn klæddir og með öll- um mjalla, og þeir sátu við fætur Jesú, hlýddu á orð hans og vegsömuðu nafn hans sem hafði læknað þá. En lýðurinn sem sá þessa dásamlegu atburði fagnaði ekki. Missir svinanna var i þeirra augum of mikið gjald fyrir frelsun þessara bandingja Satans. Það var af miskunnsemi við eigendur svinanna að þeim hafði leyfst að verða fyrir þessu tjóni. Þeir voru niður- sokknir £ veraldleg hugðarefni og höfðu engan áhuga á hinum miklu verðmætum andlegs lifs. Jesús vildi brjóta helsi eigingirni og afskiptaleysis til þess að þeir mættu veita náð hans við- töku. En eftirsjá og gremja yfir efnislegu tjóni blindaði augu þeirra fyrir miskunn frelsarans. Afhjúpun yfirnáttúrlegs máttar vakti hjátrú lýðsins og kveikti ótta hans. Enn meiri slys gætu hlotist af veru þessa aðkomumanns meðal þeirra. Þeir óttuðust efnahagslegt hrun og ákváðu að losa sig við hann. Þeir sem siglt höfðu yfir vatnið með Jesú sögðu frá öllu sem gerst hafði um nóttina, hásk- anum af ofviðrinu og hversu vind og sjó hafði lægt. En orðum þeirra var enginn gaumur gefinn. FÓlkið flykkt- ist skelfingu lostið að Jesú og sár-

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.