Bræðrabandið - 01.08.1978, Blaðsíða 11
REIÐI»
HVER ÞARF A
HENNI AÐ HALDA?
MARIOIM JONES
Er reióigirni réttlætanleg viðbrögð
kristinna manna?
Er reiði stundum réttlætanleg?
Reiði er kröftug,nær ómótstæðileg
tilfinning sem tjáir vanþóknun, vana-
lega andstöðu sem beint er gegn ein-
hverjum eða einhverju.
Er fólk hjálparvana þegar kemur til
þess að stjórna reiði sinni? Er það
mögulegt fyrir fólk að sigra reiði
sína? Ég trúi því að það sé ekki að-
eins mögulegt heldur einnig nauðsyn-
legt.
Hugsaðu um viðburð í lífi þínu sem
gerðist nýlega og kom þér úr jafnvægi
og vakti reiði hjá þér. Ef til vill
skaust einhver framhjá þér í biðröð,
dró í efa vald þitt, skemmdi dýrmætar
eigur þínar eða sóaði tíma þínum.
Taktu eftir því þegar þú minnist at-
burðarins að það var eigingirni sem
réði athöfnum þínum. Ef eigingirni
þín hefði verið minni hefðu viðbrögð
þín verið mildari.
Reiðigjarnt fólk borgar í sömu
mynt af því að þeim finnst hafa verið
ráðist á sig persónulega. Það er
fljótt til þess að dæma um ákveðinn
atburð hvort hann er þeim til gagns
eða skemmir fyrir þeim og afstaða
þeirra til viðkomandi manna er í
samræmi við það. Ef það hefur verið
sært láta þau laun fylgja sem hæfa
glæpnum. Þau láta sér jafnvel detta
morð í hug og hafa jafnvel morðhótun
í frammi.
Marion Jones er móðir þriggja barna en
er jafnframt starfandi læknir við
endurhæfingasjúkrahús í Reading í
Pennsylvaniu i Bandarikjunum. Maður
hennar er einnig læknir.
Grein úr Review ll.maí 1978.
11