Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.08.1978, Qupperneq 6

Bræðrabandið - 01.08.1978, Qupperneq 6
sendi hann þeim aftur ljósið, og hann sendi það með mönnum sem þeir mundu ekki neita að hlusta á. Það var áform Satans að snúa fólkinu frá frelsaranum með því að tortíma svínuniom og með því koma í veg fyrir að fagnaðarboðskapurinn yrði fluttur á þessu landssvæði. En einmitt þetta atvik ýtti við öllum lýðnum meir en nokkuð annað hefði getað gert og beindi athyglinni að Kristi. ÞÓ að frelsarinn væri sjálfur farinn, iirðu mennirnir sem hann hafði læknað eftir til að votta mátt hans. Þeir sem höfðu verið tæki myrkrahöfðingjans urðu farvegir ljóss- ins, boðberar sonar Guðs. Menn undr- uðust er þeir hlýddu á hin dásamlegu tíðindi. Dyr voru opnaðar fagnaðar- erindinu í öllu héraðinu. Þegar Jesús sneri aftur til Dekapólis flykktist fólkið að honum, og það voru ekki ein- ungis íbúar einnar borgar heldur þús- undir hvaðanæva úr sveitunim í kring sem hlýddu á endurlausnarboðskapinn. Jafnvel máttur illra anda er á valdi frelsarans, og áhrifum hins illa er snúið til góð. Samfundirnir við vitfirringana £ Gergesa höfðu í sér fólginn lærdóm handa lærisveinunum. Þeir sýndu £ hvert hyldýpi niðurlægingar Satan vill draga allt mannkynið, og einnig það ætlunarverk Krists að leysa menn undan valdi hans. Þessir umkomuleys- ingjar sem höfðust við innan um grafir dauðra, haldnir illum öndum, fjötraðir við óviðráðanlegar ástrfður og viður- styggilegar fýsnir, eru lifandi dæmi þess hvernig fyrir mannkyninu færi ef Satan næði þar völdum. Ahrif hans beinast ævinlega að mönnum til þess að afvegaleiða þá, beina hugum þeirra að hinu illa og æsa til ofbeldis og glæpa. Hann dregur mátt úr l£kamanum, myrkvar dómgreindina og spillir sálinni. Hvenær sem menn hafna boði frelsarans, eru þeir að gefa sig á vald Satans. Mergð fólks £ öllum greinum mannlegs lifs, á heimilum, £ viðskiptim og jafn- vel i söfnuðinum,eru að gera þetta nú á t£mum. Það er af þessum sökum að of- beldi og glæpir hafa breiðst út xm jörðina, og siðblinda hjúpar vistarver- ur manna eins og likklæði. Með sinum sérgreindu freistingum tælir Satan menn til verri og verri illskuverka uns al- gert siðleysi og tortiming verður alls- ráðandi. Eina vörnin gegn valdi hans 6 er nærvera Jesú. Fyrir mönnum og engl- um hefur Satan verið opinberaður sem óvinur og bölvaldur en Kristur sem vin- ur og frelsari. Andi Krists þróar £ mönnunum allt sem göfgar eðlið og upp- hefur náttúruna. Hann uppbyggir mann- inn til dýrðar Guðs á sál og anda og likama. "Þv£ að ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kær- leiks og stillingar." 2.TÍm.l,7. Hann hefur kallað okkur til þess að við skyldum "öðlast dýrð" - eðli - "Drott- ins vors Jesú Krists;" hann hefur kall- að okkur "til þess að lfkjast mynd sonar s£ns." 2.Þess.2,14; Róm.8,29. Og sálir sem hrapað hafa niður i það að verða verkfæri Satans breytast enn fyrir mátt Krists i boðbera rétt- lætisins og þær eru sendar út af syni Guðs til þess að boða "hve mikla hluti Drottinn hefur gjört fyrir þig og hversu hann hefur miskunnað þér." ■ □ BRÆDRABANDIÐ Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Siguróur Bjarnason Utgefendur: Aóventistará íslandi.

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.