Bræðrabandið - 01.08.1978, Blaðsíða 7

Bræðrabandið - 01.08.1978, Blaðsíða 7
Mikið hljóta þeir að hafa verið hamingjusamir englarnir hinn dýrlega uppstigningardag. Ég finn næstum til leiftrandi fagnaðar þeirra. Hvað um þig? Fullir af kæti flykkjast þeir um sinn elskaða Drottin, er þeir hraða sér til himna og syngja sigursöng Davíðs: "Þer hlið, lyftið höfðum yðar, hefjið yður, þér öldnu dyr, að konungur dýrðarinnar megi inn ganga." "Hver er þessi konungur dýrðarinnar?" spyr rödd frá aðsetursstað Guðs. En englarnir hrópa einum rómi: "Það er Drottinn, hin volduga hetja, drottinn, bardagahetjan. Þér hlið, lyftið höfðim yðar, hefjið yður, þér öldnu dyr, að konungur dýrðarinnar megi inn ganga." Vissulega er Jesús sigurvegari. Hann hefur barist við Satan og sigrað hann. Hann hefur dáið og risið á ný. Hann hefur sannað, að kærleikur Guðs má sín meira en hatur Satans og öll vélabrögð Satans hljóta að fara út um þúfur. NÚ gengur hann til sætis þess, sem svo lengi hefur beðið hans "á hægri ELDUR AF HIMNI A.S. MAXWELL hönd hátignarinnar á hæðum." En gleymir hann mitt í allri þessari dýrð lítilmótlegum liðsmönmm sínum á jarð- ríki? Nei, svo sannarlega ekki. Hann vakir yfir þeim af meira ástríki en nokkru sinni fyrr í von um, að þeir bregðist sér ekki. Hann segir englianimi frá þeim, - Pétri, Jakobi, jóhannesi, Tómasi og öllum hinimi, - svo að einnig þeir fá áhuga á jarðneskum vinum hans. Þeir bíða þess í ofvæni, að hann bjóði þeim að fljúga til þeirra þegar að þeim kreppir. Meðan þessu fer fram er mikil ókyrrð i herbergi einu í Jerúsalem. Þar hafa troðist saman 120 manns. Meðal þeirra eru lærisveinarnir ellefu, sem nýverið höfðu séð Jesú stíga til himna af tindi Olíufjallsins. Hinir þurfa margs að spyrja. "Sáuð þið hann raunverulega stíga 7

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.