Bræðrabandið - 01.08.1978, Side 9

Bræðrabandið - 01.08.1978, Side 9
Jerúsalemsbúar ... eigi eru þessir menn driikknir, svo sem þér ætlið, því að nú er þriðja stund dags; heldur er þetta það sem sagt hefur verið fyrir JÓel spámann: Og það mun verða á hinum efstu dögum, að ég mun úthella af anda mínum yfir allt hold; synir yðar og dætur munu spá, og ungmenni yðar munu sjá sjónir, og gamalmenni yðar mun drauma dreyma. . . . Þér ísraelsmenn, heyrið þessi orð: Jesú frá Nazaret, mann þann er Guð sannaði fyrir yður með kraftaverkum og undrvim og táknum, sem Guð lét hann gera yðar á meðal, svo sem þér sjálfir vit- ið, - hann hafið þér .... neglt á kross með höndum vondra manna og tekið af lífi - hann uppvakti Guð, er hann létti af kvölum dauðans, því að ekki var það mögulegt, að hann skyldi af honxam haldinn verða . . . Góðir menn og.bræður. Skorinort get ég við yður talað um ættföðurinn Davíð, að hann er bæði dáinn og grafinn, og leiði hans er til hjá oss allt til þessa dags. Af því að hann nú var spámaður .... sá hann það fyrir og talaði um upprisu Krists ... þennan Jesú uppvakti Guð, og erum vér allir vottar þess. Þegar hann þvi nú er upphafinn til Guðs hægri handar og hefur af föðurnum fengið fyrirheitið um Heilagan anda, hefur hann úthelt honum sem þér sjáið og heyrið." Hvílík ræða. Með leiftrandi augum og þr\rni\iraust segir Pétur frá Jesú, - lífi hans, dauða, upprisu,og hversu dásamlega hann uppfyllti spádómana fornu. Hann skelfist hvorki kóng né klerk, fræðimann né farísea, en hrópar: "Með óbrigðanlegri vissu viti þá allt israels hús, að Guð hefur gert hann bæði að Drottni og að Kristi, þennan Jesú, sem þér krossfestuð." Jafnvel lærisveinunum ofbýður hug- rekk°i Péturs". Hvað hefur komið yfir hann? Hvernig getur hann haldið þús- undum manna svona heilluðum? Eitthvað hefur líka komið yfir hann. Kraftur Guðs hefur komið yfir harín. Hjarta hans hefur upptendrast af Heilögum anda. Heigullinn Pétur, sem þrisvar afneitaði Drottni sínum, er orðinn Pétur hinn óttalausi, öflugur vottur fyrir Jesú. NÚ hefjast upp raddir í mannfjöldan’ um. "Hvað eigum vér að gera, bræður?" hrópa þær. Og Pétur svarar: "Gerið iðrun og sérhver yðar láti skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar, og þér munuð öðlast gjöf Heilags anda; því að yður er ætlað fyrirheitið og börnum yðar og öllum þeim, sem £ fjarlægð eru - öllum þeim sem Drottinn Guð vor kallar til sín." Hann heldur áfram ræðu sinni og hvetur ákaft unga og aldna til þess að gefa Drottni hjarta sitt. "Látið frels ast frá þessari rangsnúnu kynslóð," hrópar hann. Viðtökurnar eru stórkostlegar. Þrjú þúsund sálir meðtaka Jesú. Mesta skírnarathöfn sögunnar hefst - og söfn- uður Krists er stofnaður. Þegar hinn guðlegi eldur hafði verið tendraður í hjörtum lærisveinanna, urðu þeir þess áskynja, að þeir gátu ekki einungis prédikað, heldur og læknað. Auk þess að vera mæltir á mörgum tungu- málum, gátu þeir ráðið bót á margs konar sjúkleika fólks. Þeir urðu prédikarar og læknar í senn. NÚ var svo komið, að £ stað eins manns, sem gert gat kraftaverk, voru komnir hundrað. Margir unnu nú þau verk, sem Jesús hafði áður sinnt einn.

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.