Bræðrabandið - 01.11.1979, Page 2

Bræðrabandið - 01.11.1979, Page 2
AFNÁM SYNDARINNAR - 3 AD RYDJA GUDIDRAUT Carlyle B. Haynes Allir hlutir eru reiðubúnir fyrir fullkomnun hins göfuga tilgangs Guðs á jörðinni. fyrir fullnun fagnaðarerind- isins, fyrir endalok starfsins er miðar að endurlausn mannsins, allt nema börn Guðs. Það er enn verk að vinna fyrir þau - afnám syndar úr lífi þeirra - verk, sem er enn óleyst. Heimsviðburðirnir, sem sagðir eru fyrir í spádómunum,hafa gerst eða eru að gerast. Tákn timanna breiða úr sér á alla vegu fyrir augum okkar. Boð- skapur Guðs um endurkomu Jesú - "þessi fagnaðarboðskapur um ríkið" - er boðað- ur um allan heim. Hin hinstu tákn um endi mannkynssögunnar sjást á alla vegu. Allt nema beir sem boða boðskapinn. Hjá þeim er eitthvað sem hamlar. Það sem lokar leiðinni, sem heftir framfarir, fellir áform, kollvarpar ásetningi, brenglar áform Guðs, deyfir andlegt lif, kemur i veg fyrir árangur, gerir viðleitni að engu og gerir lif safnaðarins fátæklegt er synd. Ekki synd i óeiginlegri markingu, ekki synd i heiminum, ekkki synd i söfnuðinum, ekki synd i öðr'um heldur synd i okkur - i þér og mér. Lif okkar er ekki rétt - og við vitum það. Okkur er meðvitandi að rangar venjur, röng stefna, röng eftirlátssemi, uppreisnar- gjarn vilji, rikjandi ástriður, óhreinar óskir, ósigraðar hneigðir, fýsn holds- ins, fýsn augnanna og hroki lifsins draga okkur niður á við. Þessar greinar eru ætlaðar til þess að horft sé beint framan i þessa hluti, sjá þá eins og þeir eru, að þeir séu vegnir eins áhrifamiklir og lifs- hættulegir og þeir eru, fundin sé leið til sigurs og við á þann hátt náum öruggri og vissri fótfestu fyrir loka- ferðina til þeirrar reynslu, sem mun áreiðanlega undirbúa Drottni lýð. Vilt þú sinna sliku? Það er satt sem við ætlum að beina athyglinni að i athugun okkar. Það er margt sem við ætlum ekki að ræða. Með- al hins marga sem við ætlum ekki að ræða er áform, aðferðir, tæki, stofnan- ir, baráttudagar, fjárhagsáætlanir, ef efnahagur, skipulag, trúboð, menntun. Mér er ekki i huga að gera litið úr þýðingu neins þessa. Þetta hefur hvert um sig sitt sæti að skipa„ og ksnur óhjákvæmilega i kjölfar hverrar vaxandi hreyfingar. Þetta fellur bara ekki i þann ramma þess tilgangs, sem við höfum með þessari umræðu. Það eina sem við ætlum að ræða og ihuga og skýrgreina og ég vona fá lækn- ingu við er synd. Ef þú kærir þig eitthvað um þetta, vil ég stinga upp á að það komi i ljós i ákvörðun þinni að sópa öllu þvi til hliðar, er gæti komið i veg fyrir að þú gefir þig allan á vald þessa viðfangs- efnis, að finna leiö til sigurs yfir synd og ranglæti. Montgomery i Albahama er um það bil áttatiu milur frá Birmingham ef mælt er beina leið. Eitt sinn braust út i Montgomery hræðilegur eldur, stór- bruni. Hann æddi um borgina. Brunalið Montgomery var ekki nógu stórt, ekki nógu vel mannað til að fást við brunann. Hringt var til Birmingham. Hrópað var: "Sendið hjálp.'" Slökkviliðsstjórinn i Birmingham hringdi í lögreglustjórann og sagði: "Við sendum brunalið okkar, bila, menn og tæki, til Mongomery. Ryðjið veginn." Lögreglumennirnir á mótorhjólumam voru kallaðir saman. Eftir ákveðnum skipumom fóru þeir um veginn. Með tveggja minútna millibili fóru þeir af stað, tveir menn á mótor- hjólum að báðum brúnum þjóðvegarins og klufu hina miklu umferð i sundur. Enginn var tekinn fram yfir annan. Allir fóru út á vegarbrúnina. Bil var opnað á veginum og þvi haldið auðu. Eftir örfáar minútur komu slökkvibilar Birmingham brunandi eftir steinsteyptri brautirtni á þeytispretti til að bjarga. Montgomery komst úr greipum eldsins. Við munum verða að gera eitthvað likt þessu, ef við eigum að framkvæma það sem við verðum að gera. Allt annað 2

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.