Bræðrabandið - 01.11.1979, Side 7

Bræðrabandið - 01.11.1979, Side 7
VIÐ VERÐUm AÐHflFA OLÍU VIÐ VERÐUM AÐ BEITA VILJANUM TIL ÞESS AÐ VELJA SKYNSAMLEGA OG AF FESTU ÞVl AÐ ANNARS MUN HUGUR OKKAR BERAST AFVEGA. ChesterA. Holt Við föriim á mis við kjarnann í 24. og 25. kapítula Matteusarguðspjalls ef við lítum fram hjá því atriði að höfuð- áhersla Jesú í þessum kapítulum er við- búnaður fyrir endurkomu Krists. í þessari tveggja kapítula ræðu varar Jesús aftur og aftur við blekkingu bæði hvað snertir tíma endurkomunnar og hátt hennar en höfuðefni hans er það að vera tilbúin. Hvað þýðir það að vera tilbúin? Aðalskoðunin virðist vera sú að það að vera tilbúin sé að vera góður. Að gera sig tilbúinn er að verða betri þangað til við erum nógu góð. Er þetta það sem Jesús leggur áherslu á? "Verið viðbúin," sagði Jesús en ekki gerið ykkur tilbúin eins og um einstök athöfn væri nægileg. "Hver er þá hinn trúi og hyggni þjónn?" (Matt.24,45). "Sæll er sá þjónn sem húsbóndi hans finnur breyta þannig er hann kemur" (46.vers). Ekkert er sagt í þessum versum um það að vera góður eða réttlátur eða fullkominn. "Góður" og"réttlátur" (trúr) eru orð sem notuð eru síðar í ræðunni en "trúi," "hyggni", og "að breyta" eru orð sem eru notuð. "Trúr" í hverju? "Hygginn"í hvaða tilviki? "Breyta" hvernig? Hvernig á að breyta af trúmennsku og hyggni til þess að vera viðbúin? Ljós birtist okkur varðandi þess- ar spurningar í 25.kapítula. í fyrri deemisögunni eru tveir hópar manna sem eru samt í einu lagi leiddir. fyrir sjónir okkar. Ekki er Sc.gt að annar hópurinn sé góður og hinn slæmur. Jesús segir bara að annar helmingurinn hafi verið vís og hinn fávis. Og hann skýrir hvernig viska og heimska birtist Annar hópurinn er sagður vera viðbúinn en hinn óviðbúinn ekki á þeim grund- velli að vera betri heldur á grundvelli þess sem annar átti oghLnn átti ekki. Það kann að vera að sumt af "besta" fólkinu hafi verið á meðal hinna fávísu Tíu manns voru að bíða 'eftir brúðguman- im, biðu langt fram á nótt. Allar höfðu þær lampa og allar hófu þær förina með olíu á lömpum síntim. Fimm sýndu bá visku að taka aukaolíu. Fimm voru svo fávísar að þær tóku ekki nóg með sér. Þar sem það skiptir sköpum að hafa með sér næga olíu, hvað táknar þá olían og hvar fæst hún? Þetta er kjarnaspurn- ing varðandi það að vera viðbúin. Árum saman hafa Sjöunda dags aðventistar réttilega haldið því fram að olían táknaði Heilagan anda (sjá Christs Object Lessons bls. 407). LÍf Guðs streymir um sálina fyrir Andann. Fólk eignast þá reynslu þegar það reynir að snúa hugsunum sínum til Guðs þar til ljós sannleikans um það sindrar, og skín enn meir þangað til áköf löngun skapast eftir honum, þar til sálina hungrar og þyrstir eftir honum og leitar eftir honum af öllum sínum mætti Andinn leitar þangað sem hans er óskað. Hann kemur þegar tími er fyrir hann. Guð elskar að búa í þeim huga sem dvelur við það sem hann varöar - trú- mennsku, mátt,visku,náð, kærleika,dýrð, frið og margt fleira. Hann styrkir þær tilfinningar sem snúast um hann eins og það sem vex beinist að sólinni. Þeir sem eilífðin laðar að sér skilja hið heimslega eftir. AÐ VELJA RÉTTA FÆÐU FYRIR HUGANN Meðvitað líf er straumur hugsana og tilfinninga. Við höfum mátt til þess að stjórna þessum straumi. Við getum valið hvað við hugsum um. Við verðum veiklunda ef við veljiam ekki - einnig ef við veljum hina röngu hugar- fæðu. Við búum í heimi sem hefur lent í gildru Satans. Margt er á boðstólum til þess að hrífa hugann og leiða hann

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.