Bræðrabandið - 01.05.1985, Síða 5
SKÝRSLA FORMANNS
INNGANGUR
Söfnuðirnir eru vígi Guðs hér a
jörðu, sauðabyrgi og hús Guðs. Söfnuð-
irnir eru verkamenn Guðs, samstarfsmenn
Krists til að frelsa sálir - menn og
konur.
Söfnuðurinn veitir öryggi og
söfnuðurinn starfar.
Öryggi safnaðarins og árangur í
starfi fer eftir trúmennsku og helgun
safnaðarins.
Öryggið kemur frá Guði og árangur í
starfi einnig. En Guð getur ekki
blessað söfnuð sinn með vernd og
varðveislu og árangri í starfi, ef
söfnuðurinn tekur ekki við Anda Guðs sem
kallar á trúmennsku og helgun.
Við verðum því stöðugt að svara
kalli Andans um trúmennsku og helgun -
fylgja 3esú Kristi sem fyrir Anda sinn
og þjón sinn Clóhannes kallar okkur til
að óttast Guð og gefa honum dýrð. Að
óttast Guð og gefa honum dýrð er einmitt
þetta að sýna trúmennsku og helgun.
Safnaðarstarfið á undanförnum þrem
árum sýnir okkur blessun Guðs af náð
hans og miskunn og kærleika til fólks
síns - í hlutfalli við trúmennsku okkar
og helgun - miklu, miklu meira en við
eigum skilið - það er allt óverðskuldað
- en samt í hlutfalli við trúmennsku
okkar og helgun.
Þegar við vinnum að eilífri velferð
annarra og að því að blessa, líkna og
hjálpa, gleðja, uppörva og hugga - þá
sýnum við trúmennsku og berum ávexti
helgunar.
Þegar við berum Kristi og sannleik-
anum vitni og boðum hann öðrum þá sýnum
við trúmennsku og berum ávexti sannrar
biblíulegrar helgunar.
Þegar málefni Guðs fær frumgróðann
af tekjum okkar og okkar bestu krafta og
áhuga þá sýnum við sanna trúmennsku og
helgun.
Þegar við ekki aðeins gefum af
allsnægtum og eftir að öllum þörfum
okkar hefur verið fullnægt heldur fórnum
- þá fetum við í fótspor Krists sem
sagði: "Ekki eins og ég vil heldur eins
og þú vilt", þá sýnum við þá trúmennsku
og helgun sem er aðalsmerki hins
kristna, þá erum við niðjar Abrahams, þá
tilheyrum við Kristi.
Guði sé þökk fyrir það sem söfnuður-
inn hefur verið og það sem hann hefur
gert, bæði á hinum ýmsu stöðum og einnig
sameiginlega.
Þökk sé Guði fyrir starf hvíldar-
dagsskólans, og guðsþjónustuna, æsku-
lýðsstarf, systrafélagsstarf, leikmanna-
starf, bindindisstarf, skólastarf, bóka-
og blaðaútgáfu, bréfaskólastarf,
útbreislustarf, haustsöfnun til
Hjálparstarfs aðventista, heimsóknar-
starf, tónlistarstarf og félagsstarf
ýmiss konar. Allt þetta starf útheimtir
starfsfólk. Hikið af því hvílir á
leikmönnum en einnig eru kjörnir og
ráðnir starfsmenn eins og hér greinir.
STARFSFÓLK SAFNAÐARINS
Starfsmenn safnaðarins eru nú sem
hér segir:
Samtökin
Vigðir prédikarar 3 (þar af 1 á
eftirlaunum)
Aðrir prédikarar 3
Gjaldkeri 1
Skrifstofustúlka 1
Barnaskólakennarar _2
10
Bókaforlag
Forstjori 1
Stundavinna _1_
2
Samtals 12 að starfsgildum 10
Hlíðardalsskóli
Fastráðnir 8
Sjálfboðaliðar
Samtals 12
Allt þetta starf miðar að vexti
safnaðarins. Tala safnaðarmeðlima er sem
hér segir:
TALA SAFNAÐARFÓLKS
Á þessu tímabili 1982-1985 bættust í
systkinahópinn fyrir skírn:
1982 1
1983 2
5