Bræðrabandið - 01.05.1985, Page 6
1984 14
1985 _1_
Samtals 18
Samtals hafa 18 bæst við í söfnuðinn
frá því á síðasta aðalfundi. Á sama
tíma dóu 20 og viljum við minnast þeirra
með virðingu. Einnig hafa systkini flust
til og frá landinu. Tala safnaðarfólks
nú samkvæmt bókum safnaðarins mun vera
549.
Á síðasta aðalfundi voru samþykktar
12 tillögur varðandi vöxt safnaðarins.
Við skulum nú líta á þær. Fyrst eru 7
er lúta að innri vexti og þá 5 um ytri
vöxt.
INNRI VÖXTUR.
1. Að hvetja safnaðarstjórnir til
að endurvekja bsna- samkomur/hópa og
Biblíurannsóknir.
Það er gleðilegt að geta horft um
öxl og séð að þetta hefur verið gert.
Bæna- og Biblíurannsóknarhópar og/eða
föstudagskvöldsamkomur hafa verið í
öllum okkar söfnuðum og þátttaka á
þessum dýrmætu stundum hefur farið
vaxandi.
2. Að lögð verði áform um námskeið
innan safnaðanna þar sem staða og
kenningar safnaðarins verði kannaðar í
ljósi spádóma Biblíunnar.
í þessum efnum er hvíldardagsskólinn
auðvitað ómetanlegur og má nefna þar
lexíur 3. og 4. ársfjórðungs 1981 sem
heita "Þessu trúum við" I og II.
Af námskeiðum sérstaklega ber að
nefna sumarmótin að Hlíðardalsskóla í
ágúst hvert ár en þar hafa ræðumenn
verið árið 1982 br. E.Foster, árið 1983
br. W.R.L.Scragg og Björgvin Snorrason,
og arið 1984 br. Steven Thompson
skólastjóri Newbold College.
Á þessum mótum hefur staða og
kenningar safnaðarins verið kannaðar í
ljósi spádómanna, og stundum mjög
sterklega. Einnig er rétt að nefna
námskeið br. 3ohn Berglunds, en í síðari
hluta námskeiðsins kom hann sérstaklega
inn á kenningar safnaðarins í ljósi
spádómanna. Ekki síður athyglisvert var
námskeiðið "Á ári Biblíunnar" á s.l.
hausti sem Björgvin Snorrason hafði.
Núna eftir áramótin í febrúar og mars
var br. David Lawson með stórkostlega
fyrirlestra um spádómana þar sem
ljóslega kom fram bæði staða og kenning-
ar safnaðarins.
3. Að lögð verði meiri áhersla á
kerfisbundna boðun Orðsins innan
safnaðarins.
Það er líklegt að auk hvíldardags-
skólans og guðsþjónustu þá hafi það sem
fram kemur í bæði nr. 1 og 2 hér að ofan
uppfyllt tilgang þessarar tillögu. En
um þetta geta engir dæmt betur en
safnaðarmeðlimirnir sjálfir. Vonandi
kemur það fram hér á þessum fundi ef enn
skortir á. Það er rétt í þessu samhengi
einnig að minna á hinar afar góðu
hvíldardagsskólalexíur fullorðinna sem
taka fyrir eina bók Biblíunnar í einu,
og byrjuðu í janúar með Markúsarguð-
spjalli. Núna er verið að rannsaka
síðara Tímóteusarbréf og næst verður
farið í 1. Mósebók.
4. Að skólamál safnaðarins verði
efld með öllum hugsanlegum ráðum.
a) fyrst og fremst safnaðarskólarnir
með því að tryggja þeim hæft starfslið
til lengri tíma í senn.
b) tryggja tengsl þeirra við
Hlíðardalsskólann.
c) auka skilning safnaðarmeðlima á
mikilvægi aðventmenntunar - fyrstu
áranna.
Á s.l. þrem árum hefur Barnaskólinn
í Reykjavík verið starfræktur allan
tímann en Barnaskólinn í Keflavík aðeins
fyrsta árið.
í minni söfnuðum eru sveiflur í
fjölda barna á skólaaldri afdrifaríkari,
svo og ef kennslukraftur er óstöðugur.
En vonandi verða Barnaskólarnir fastur
þáttur í safnaðarstarfi okkar.
Af Barnaskólanum í Reykjavík er það
að segja að hann hefur tryggt sér góðan
starfskraft til frambúðar í str. Lilju
Sveinsdóttur frá N-Hundadal. Skólinn er
enn í mjög ófullnægjandi húsnæði í
Skerjafirðinum , en mikið hefur verið
unnið að því að undirbúa möguleika á
nýrri skólabyggingu í Fossvoginum. Hefur
þetta verið nokkuð kynnt í Reykjavíkur-
söfnuðinum svo og í Bræðrabandinu. Mjög
brýnt er að taka ákvörðun í framhaldi
þessa máls og væntanlega getur þessi
6