Bræðrabandið - 01.05.1985, Side 7
aðalfundur látið málið til sín taka.
Tengsl skólanna við Hlíðardalsskóla
hafa verið tryggð með 7. bekknum í
Barnaskólunum.
Oft hefur hvatningin hljómað til
unga fólksins okkar, sérstaklega á
sumarmótunum, til að búa sig undir
kennslu við skóla okkar og eins í
persónulegum samtölum. En meira maetti
gera af þessu t.d. í starfi æskulýðs
deildarinnar, bæði á ungmennamótum og í
æskulýðsblaðinu Innsýn, á Hlíðardals-
skóla og af hálfu starfsmanna og
leikmanna almennt og síðast en ekki síst
af menntamálanefnd Samtakanna.
Dafnframt þessu er áherslan á
mikilvægi aðventmenntunarinnar. Til
þess eru einnig settir ákveðnir skóla-
máladagar á kirkjuárinu og eru þeir
vonandi notaðir eins og til er ætlast.
5. Að æskulýðsstarf safnaðarins
verði eflt með því að tryggja einstakl-
ing sem hefur það sem aðalstarf. Einnig
verði því tryggð starfsaðstaða.
Spor í þessa átt var tekið þegar
síðasti aðalfundur kaus Þröst Steinþórs-
son sem æskulýðsleiðtoga, og hvað
stærsta söfnuðinn, Reykjavíkursöfnuðinn
snertir var endurnýjun hliðarbyggingar
kirkjunnar m.a. gerð til þess að skapa
starfsaðstöðu fyrir ungmennafélags- og
æskulýðsstarf. Samtökin hafa með hjálp
Norður-Evrópudeildarinnar reynt að
styðja við þá framkvæmd eftir bestu
getu.
6. Að haldið verði áfram undirbún-
ingi og útgáfu safnaðarhandbókar ásamt
bæklingi um réttindi og skyldur starfs-
manna.
Hagnýtir kaflar úr safnaðarhandbók-
inni hafa birst í Bræðrabandinu frá
ársbyrjun 1983 en þeir eru þessir:
1. Úr kafla 3 bls. 63-65. "Að
flytja safnaðarbréf safnaðarmeðlima."
2. Úr kafla 10 bls. 191-197.
"Safnaðarkosningar"
3. Allur 6. kaflinn bls. 75-104.
"Embættismenn safnaðarins og skyldur
þeirra."
4. Allur 4. kaflinn bls. 51-55.
"Skipulag safnaðar Sjöunda dags aðvent-
ista"
5. Allur 2. kaflinn bls. 31-47.
"Grundvallartrúaratriði Sjöunda dags
aðventista"
6. Allur 7. kaflinn bls. 106-138.
"Guðsþjónustur og samkomur safnaðarins."
7. Allur 11. kaflinn bls. 201-213.
"Fjármögnun fagnaðarerindisins."
Fyrir utan viðbótarkafla fyrir
Norður-Ameríku eru 16 kaflar í handbók-
inni, alls 251 bls. Af þessum er búið
að þýða og birta rétt rúml. 100 bls. eða
um 40%. Kaflar sem enn á eftir að þýða
heita:
l.kafli: "Söfnuður hins lifanda
Guðs".
8. kafli: "Deildir og félög safnað-
arins og embættismenn þeirra".
9. kafli: "Prestar og starfsmenn
safnaðarins".
13. kafli: "Safnaðaragi".
14. kafli: "Að stofna, sameina og
leysa upp söfnuði".
15. kafli: "Hjónaskilnaður og síðari
gifting."
16. kafli: "Ræðustóllinn ekki
umræðuvettvangur."
Að sjálfsögðu eru þessir þættir í
Bræðrabandinu aðeins bráðabirgðaútgáfa.
Endanleg útgáfa verður sennilega í
lausblaðabók. Þýðingin verður vandlega
yfirfarin fyrir þá útgáfu.
Varðandi bækling um réttindi og
skyldur starfsmanna skal nefnt að
Hlíðardalsskóli hefur ágætan bækling sem
verið er að endurskoða, einnig er ágætur
bæklingur frá gjaldkeraskrifstofunni og
þá hefur verið reynt að sjá til þess að
starfsmenn eigi kost á að eignast
safnaðarhandbókina.
7. Að gefin verði út sálmabók, eigi
síðar en fyrir júnílok 1983.
Því miður hefur þetta ekki tekist
eins og við hefðum helst kosið þrátt
fyrir mikla vinnu sem hefur verið lögð í
sálmabókina. Þetta verkefni er sjálf-
sagt mikið stærra en hægt var með góðu
móti að gera sér grein fyrir á síðasta
aðalfundi.
Bestu þakkir til allra sem hafa
7