Bræðrabandið - 01.05.1985, Page 8

Bræðrabandið - 01.05.1985, Page 8
unnið mikið og fórnfúst starf að útgáfu sálmabókarinnar. Allt kapp var lagt á að hún kæmi út fyrir þennan aðalfund, en þó það hafi ekki orðið reyndin er vonandi mjög stutt í að hún komi út. YTRI VÖXTUR 1 . að gefið verði út kynningarrit um aðventista í einföldu formi. Þetta rit er komið út fyrir nokkru og nefnist "Sjöunda dags aðventistar í hnotskurn." Það hefur þegar komið að góðu gagni við ýmis taekifæri. Oft koma skólanemendur og aðrir til að fá kynningarrit um aðventista, viðskipta- vinir í Frækorninu og nemendur í Biblíubréfaskólanum og fleiri hafa fengið þetta rit, svo og safnaðarmeðlim- ir handa vinum og kunningjum. 2. Að knýja á með útgáfu smárita- flokks um kenningar Biblíunnar. Erindi og námsstefnur David E. Lawsons frá því fyrir 5 árum þóttu álitlegur kostur í þessu skyni. Guðmundur Ólafsson yfirfór þessi smárit í því skyni að þau gætu þjónað hlutverki smáritaflokks. Þegar svo David Lawson kom aftur var vel til fallið að vanda til endurútgáfu erinda hans og nota þau jafnframt sem smáritaflokk, sem og varð reyndin. 3. Að vinna markvisst að útgáfu "boðskaparbókar" líkt og "Trygge spor" eftir Alf Lohne. Bókaflokkurinn sem byrjaði með 5 smábókum George E. Vandeman's mun á næsta ári vera orðinn 13 bækur að töiu um helstu kenningar Biblíunnar fyrir okkar tíma sem er Aðventboðskapurinn. Slíkar smábækur eru jafnvel hentugri í mörgum tilvikum en ein stór boðskapar- bók. Þessi bókaflokkur mun því vel fullnægja markmiði þessarar tillögu um sinn, en rétt mun vera að huga samt að boðskaparbók sem hefði að geyma í einu bindi allan Aðventboðskapinn í höfuð- atriðum. 4. Að leitað verði til deildarinnar um leyfi til að nota hluta af fyrirhug- uðum launum útbreiðsluprédikara til að gefa út slíka bók. Útgáfa 15 smábókanna hefur verið styrkt sérstaklega af Norður-Evrópu- deildinni og erum við þakklát fyrir það. 5. Að hraðað verði sem mest útgáfu bréfaflokka um heilsusamlegt líferni og gömlu Biblíubréfaflokkarnir endurnýjaðir svo að megi nýta þá ásamt almennri fræðslu um heilsumál til að tengja einstaklinga úr 5-daga áforminu og aðra við meginstarf safnaðarins. í stað gömlu Biblíubréfaflokkanna hafa þegar tveir nýir komið "Vegurinn til eilífs lífs" 6 námsbréf og "Námskeið í Opinberun Oóhannesar" 15 bréf. Vonandi bætast fleiri flokkar við í náinni framtíð. Við höfum beðið lengi eftir heilsu- bréfaflokki 3ohn Berglunds, en nú mun handrit þessa bréfaskóla komið. Auk þessara tillagna sem nú hefur verið greint frá var gerð sérstök ályktun um Hlíðardalsskóla. Sú ályktun hljóðar svo: "Ályktun um Hlíðardalsskóla: 28. Aðalfundur Sjöunda dags aðvent- ista á íslandi ályktar eftirfarandi varðandi Hlíðardalsskóla: 1. Að lýsa stuðningi við þá stefnu í rekstri hliðargreina Hlíðardalsskóla sem fram hefur komið í niðurstöðum sérskip- aðrar nefndar skólanefndar Hlíðardals- skóla og lesin var og kynnt á aðalfund- inum. 2. Að lýsa yfir eindregnum stuðn- ingi við uppbyggingu og áframhaldandi rekstur Hlíðardalsskóla sem miði að því að gera hann að þeim aðventskóla sem honum var ætlað og innifelur það fastafmörkuð inntökuskilyrði er varða námsárangur, ástundun og hegðun svo og hlutfall aðventnemenda og annarra nemenda, einnig að koma aðbúnaði og aðstöðu í viðunandi horf sem og starfs- liðsskipan. Þessi stefnumörkun sé ráðandi og fjármögnun miði að því að ná því marki með skólagjöldum og þeim tekjumöguleikum sem umhverfi skólans býður upp á, svo og með stuðningi Norður-Evrópudeildarinnar og safnaðarmeðlima. 3. Að beina því til allra safnaðar- meðlima að þeir taki almennan þátt í fjárframlögum til skólans þannig að mjög 8

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.