Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.05.1985, Page 9

Bræðrabandið - 01.05.1985, Page 9
breiður stuðningur allra safnaðarmeðlima myndist við Hlíðardalsskóla." 1. Rekstrarnefnd hliðargreina Hlíðardalsskóla hefur unnið gífurlega mikið og gott starf. Leikmenn hafa sannarlega verið örlátir á tíma sinn og fjármuni og gjaldkeri Samtakanna Guðni Kristjánsson hefur unnið mikið og tímafrekt verk í gróðrastöðinni. Rekstarnefndina skipa nú: Brynjar Halldórsson, 3ón W. Magnússon og Kristján Friðbergsson, áður var Ármann Axelsson. Eiga þeir allir þakkir skildar. 2. .Reynt hefur verið af fremsta megni að ná sem hagstæðustum hlutföllum milli aðventnemenda og annarra nemenda. Skólinn hefur gert sitt ítrasta í þessum efnum án þess þó að vilja ofbjóða fjárhagsgetu og starfsþreki. Stefnan með skólann hefur verið þessi: 1) Að frá því lágmarki í nemenda- fjölda sem nú er (til þess að ná besta hugsanlega hlutfalli aðventnemenda og annarra nemenda) mun skólinn því aðeins stækka, þ.e. nemendafjöldinn vaxa, að fjöldi aðventnemenda vaxi, þannig að æskilegasta hlutfall í nemendahópnum fáist. 2) Að bæta við framhaldsbekkjar- deildum eftir því sem aðsókn og starfs- lið leyfir. 3) Að tryggja skólanum sem hæfustu og varanlegustu starfsliði. A) Að koma a) byggingum og allri starfsaðstöðu b) starfsálagi starfs- liðsins c) inntökuskilyrðum er varða námsárangur, ástundun og hegðun í sem best og viðunanlegast horf. 5) að skólinn þannig þjóni sem best tilgangi sínum sem aðventskóli. 3. Það er ánægjulegt að sjá góðan hug stjórnvalda til skólans en á s.l. tímabili hefur framlag þeirra hækkað tæp 300% sem er að raungildi um 133% eða ríflega tvöfaldast. Framlag Norður- Evrópudeildarinnar hefur verið svipað allt tímabilið, en framlag safnaðar- meðlima heldur aukist og erum við þakklát fyrir það. Það er ekki vafi í mínum huga að Hlíðardalsskóli á eftir að gegna miklu hlutverki í framtíðinni ekki síður en hann hefur gert hingað til. Framtíð Barnaskólans í Reykjavík er sennilega eitt mikilvægasta málið sem þessi aðalfundur gæti látið til sín taka. Vísa ég þar til greinargerðar sem fylgir skýrslu barnaskólanna. ANNAÐ Ég hef kosið að láta þessa skýrslu að meginhluta taka mið af samþykktum síðasta aðalfundar svo að við gætum betur séð hvort okkur hafi miðað fram á við hvað þau mál snertir. PRÉDIKARAR - ÚTBREIÐSLUSTARF En það var fleira sem okkur lá á hjarta á síðasta aðalfundi. Það var m.a. að efla starfsmannahópinn og þá sérstak- lega að fá prédikara, bæði safnaðar- presta og útbreiðsluprédikara. í þeim efnum hefur sannarlega vel úr ræst þar sem eru Þröstur Steinþórsson, Henrik 3{Jrgensen og Eric Guðmundsson. Þá hefur söfnuðurinn eignast það sem á ensku kallast "Multi-Image Equipment" (e.t.v. mætti til bráðabirgða kalla það fjöl- myndatæki) en það eru 3 sýningarvélar fyrir litskyggnur, tengdar stýritölvu og fleiri tækjum. Þetta er sams konar tæki og br. David Lawson notaði hér á samkomum sínum, bara færri vélar. Einnig hefur Keflavíkursöfnuður eignsta hljómflutnings- og fjölföldunar- tæki. Þessi tæki öll eru kærkomin hjálpartæki við boðun boðskaparins. Biblíubréfaskólinn hefur vaxið mjög s.l. ár og er það gleðiefni. Skólinn er staðsettur í Keflavík og hefur Suður- nesjasöfnuður unnið fórnfúst starf við skólann og langar mig sérstaklega að þakka Unni Steinþórsdóttur fyrir óeigingjarn starf fyrir Biblíubréfa- skólann í mörg ár. HEILBRIGÐIS- 0G BINDINDISSTARF Nú hillir undir stórt og nýtt átak í heilbrigðis- og bindindismálum undir forystu 3óns Hj. 3ónssonar. Fögnum við því og óskum 3óni alls hins besta og Guðs blessunar í þessu þýðingarmikla starfi. Það er trú mín að með þessu starfi verði mörkuð tímamót í sögu safnaðarins hér á landi. ÞRÓUNARAÐSTOÐ Þróunaraðstoð aðventista hefur vaxið 9

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue: 5 - 6. tölublað (01.05.1985)
https://timarit.is/issue/349247

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

5 - 6. tölublað (01.05.1985)

Actions: