Bræðrabandið - 01.05.1985, Síða 10
—a—
mjög á undanförnum árum undir sterkri
forystu Odds CJordals, en hann lést á
s.l. ári.
Hjálparstarf aðventista fékk framlag
frá Þróunarsamvinnustofnun íslands árið
1983 til vatnsöflunarverkefnis í Gambíu.
Mun upphæðin hafa numið að núvirði
nálægt 200.000 krónum. Verið er að vinna
að næsta verkefni með þátttöku Þróunar-
samvinnustofnunarinnar.
RITVINNSLUKERFI
Skrifstofan fékk sína fyrstu tölvu,
vandaða ritvinnslutölvu og hefur hún
reynst mjög vel og er ekki ofsagt að hún
hafi valdið byltingu í skrifstofustörf-
um.
SKÓLADAGHEIMILI
Skóladagheimili, rekið af söfnuðinum
í Vestamannaeyjum, var stofnsett í
ársbyrjun 1983. Ásta Arnmundsdóttir
veitir heimilinu forstöðu. Það er
fullsetið og hefur verið vel tekið af
bæjarbúum. Talsverðar framkvæmdir hafa
verið á skólahúsnæðinu, anddyrið
stækkað, salerni bætt við, ný stétt lögð
o.fl. Skóladagheimilinu hafa borist
höfðinglegar gjafir og margir lagt hönd
á plóginn við þetta athyglisverða
framtak Vestmannaeyjasafnaðarins.
Söfnuðurinn í Vestmannaeyjum er eini
söfnuðurinn sem er án starfsmanns og er
þetta framtak þeirra og allt safnaðar-
starf þeim mun stórkostlegra. Erlendur
Stefánsson er þar safnaðarformaður og
hefur veitt þessum safnaðarmálum öfluga
forystu.
Á fyrri hluta síðasta tímabils
veitti Engilbert Halldórsson söfnuðinum
forystu ásamt Erlendi Stefánssyni. Þá
var kirkjan klædd áli og var það
stórátak.
DEILAN MIKLA
"Deilan mikla" var gefin öllum
prestum þjóðkirkjunnar haustið 1983 £
tilefni af því að 300 ár voru liðin frá
fæðingu Marteins Lúthers. Alls voru
gefin rúmlega 190 eintök.
L0KA0RÐ
Þó margt hafi áunnist finnum við
samt að róðurinn er þungur. Safnaðar-
vöxturinn er afar hægur og jafnvel
enginn. Hvað veldur? Skortir á
trúmennsku og helgun? Hefur samdráttur
í nemendafjölda Hlíðardalsskóla sín
áhrif? Hafa færri barnaskólar áhrif?
Hafa fleiri flust af landi brott en
áður? Er erfiðara en áður að beina
augum fólks til andlegra verðmæta? Er
heimshyggjan svo yfirgnæfandi að sá tími
sé kominn sem frelsarinn talaði um er
hann sagði: "Mun Manns-sonurinn finna
trúna á jörðunni er hann kemur?" Eða er
þörf nýrra aðferða, nýrra leiða í
vitnisburði? Þarf nýtt átak í
fjölskyldunni og heimilisaltarinu?
bænasamkomum safnaðarins? í útbreiðslu-
starfi prestanna og annarra starfsmanna?
Ég hef trú á aðventfjölskyldunni og
safnaðarstarfinu , bænasamkomunum og
skólastarfinu, Biblíubréfaskólanum og
heilbrigðis- og bindindisstarfinu,
bókaútgáfunni og æskulýðssstarfinu og
námsskeiðum og námsstefnum fyrir
nútímafólk og nýtingu fjölmiðlanna.
Guð mun enn vitja lýðs síns og veita
framgang. Okkar er að helgast honum í
trúmennsku. Mættum við boða boðskap
englanna þriggja af trúmennsku og helgun
og byrja hjá okkur sjálfum að óttast Guð
og gefa honum dýrð.
Þökk sé Guði fyrir miskunn og
kærleika. Þökk sé söfnuðinum fyrir
trúmennsku og helgun.
Erling B. Snorrason ■
* * * * * + +
"Ein vel skipulögð, vel öguð
fjölskylda vitnar meir með kristin-
dómnum en allar þær ræður sem hægt
er að flytja. . . .
Áhrif aðgætins kristilegs
heimilis í bernsku og æsku er hin
öruggasta vörn gegn spillingu
heimsins." - DL 126.
"Kristur hefldur skrá yfir
hver þau útgjöld sem skapast vegna
gesta sem við tökum á móti í hans
nafni. Hann sér fyrir öllu sem
nauðsynlegt er til slíks starfs.
Þeir sem vegna Krists taka á móti
bræðrum sínum og gera sitt besta
til að gera heimsóknina gagnlega
bæði fyrir þá sjálfa og gestina eru
skráðir í bækur himinsins sem
verðuqir sérstakrar blessunar." -DL
196
10