Bræðrabandið - 01.05.1985, Qupperneq 12
jákvæðri afkomu þess sem kallað hefur
verið hliðarrekstur Hlíðardalsskóla. Er
þar átt við búrekstur og gróðurhús sem
stofnað var til, til að styrkja fjár-
hagsstöðu skólans.
Ég vil að lokum endurtaka þakkir
mínar til safnaðarmeðlima og til
starfsfólksins sem af hugsjón og
fórnarlund heldur þessu þýðingarmikla
starfi uppi svo sómi er að.
Guðni Kristjánsson ■
INNGANGUR
Til að byrja með vildi ég hvetja þig
fulltrúi góður, til að öðlast meira
innsæi og víðsýni yfir mál skólans með
því að lesa skýrslur og ályktun um
skólann frá síðasta aðalfundi safnaðar-
ins, vorið 1982.
Skýrsla bús og gróðurhúsa tilheyrir
rekstrarstjórn og er því ekki hluti
þessarar skýrslu.
Á þessu tímabili hafa orðið ýmsar
breytingar á skólanum sérstaklega hvað
viðhald og starfsmenn varðar.
NEMENDUR
Fyrir þremur til fjórum árum var
lagt áform um aukningu nemendafjölda en
reyndin hefur orðið önnur (tölur miðaðar
við byrjun skólaársins):
82-83 83-84 84-83
Piltar: 26 20 20
Stúlkur: 22_________13______9_
Alls 48 33 29
Tilhneigingin er sú að eitthvað
fleiri sæki um í 9. bekk, en ekki er
mikill munur þar á nema árið 83-84 þegar
11 voru í 8. bekk en 22 í 9.
Öll árin eru safnaðarunglingar
u.þ.b. 25%.
Athugið minnkandi hlutfall stúlkna.
Námsárangur nemenda hefur oft verið
ræddur. Atriðið er að við fáum í mörgum
tilfellum undirmálskrakka, en það er
samdóma álit allra nemenda að á Hlíðar-
dalsskóla hafi þeir lært meira en
nokkurs staðar annars staðar. Er þetta
efalaust mest að þakka öguninni sem þeir
eru beittir, t.d. með lestrarnæðum,
punktakerfi o.þ.h. Því má ekki alltaf
einblína á landsmeðaltöl, heldur líka
sjá gildi framfaranna.
SKÍRNIR
hafa verið umtalsverðar. Vorið 1984
voru 8 þáverandi nemendur og 2 fyrrver-
andi nemendur skírðir, þar af 4 frá
utansafnaðarheimilum. Að auki skírðist
einn fyrrverandi nemandi vorið 1982.
FRAMHALDSDEILDIR
Þetta þriggja ára tímabil hafa engar
framhaldsdeildir verið á skólanum.
Fyrst var það að við höfðum ekki
nemendur, en svo hefur ræst úr því en þá
hefur ekki verið til starfsfólk.
Staðreyndin er sú að það eru ýmsir
nemendur sem hafa áhuga á að vera hér
áfram, enda er oft verið að spyrjast
fyrir um þetta, bæði af þeim og svo
foreldrum þeirra.
Spurningin er hvort grundvöllur væri
fyrir a.m.k. eina framhaldsdeild sem
gæfi punkta til stúdentsprófs. Einnig
hefur verið rætt um að hafa inni í
þessum ramma námsefni fyrir safnaðar-
unglinga sem hefðu áhuga á að koma og
verja einu ári til safnaðarlegs náms,
t.d. nema safnaðarsögu, ýmis konar
kristinfræði o.fl. En allt slíkt er
erfitt án starfsfólks.
VIÐGERÐIR
Miklar lagfæringar hafa farið fram á
staðnum, t.d. hefur eldhúsið tekið
aigjörum stakkaskiptum. Helmingur
piltavistarherbergjanna hafa verið
endurnýjuð. Sturturnar hafa verið
endurnýjaðar líka. Síðan hafa salerni
við leikfimisal verið kláruð. Miklar
viðgerðir hafa farið fram á útveggjum
aðalbyggingar og piltavistar. En betur
má ef duga skal. Vistarverur aðalbygg-
12