Bræðrabandið - 01.05.1985, Side 13
ingar þurfa endur nýjunar við og er
áformað að gera það í sumar. Svo þyrfti
að ljúka við herbergi piltavistarinnar.
Einnig er mikil þörf á stórátaki í
viðhaldi utanhúss, svo sem sprungu-
viðgerðum, glugga- og þakmálun o.fl.
ÞARFIR OG VANDAMÁL
Fjárhagurinn hefur oft á tíðum verið
heldur bágborinn og e.t.v. er algerlega
ómögulegt að skólinn geti nokkurn tíma
komist á fullkomlega fastan grundvöll í
þessu tilliti. En ríkið hefur verið
okkur mjög hliðhollt. Þó það sé að
skera niður á báða bóga hafa orðið
aukningar í framlögum til okkar eins og
vafalaust kemur fram í skýrslu gjald-
kera.
Einnig ber að þakka þeim safnaðar-
meðlimum sem hafa trúfastlega stutt
skólann með ráðum og dáð, en vissulega
hafa fjárframlög safnaðarins ekki verið
í samræmi við viljayfirlýsingar á
aðalfundum.
Og hvað er þá hægt að gera til að
styrkja fjárhagsgrundvöll skólans? Nýta
hluta bygginganna til einhvers annars
sem væntanlega veitti peningum inn í
skólann? Eiga gróðurhús og bú ekki að
geta verið skólanum meiri fjárhagsleg
stoð eins og hugmyndin var upphaflega,
eða eigum við að reyna að komast alveg á
ríkisjötuna?
Breidd nemendahópsins er lítil með
tveimur bekkjum. Meiri hluti nemendanna
á hausti hverju er nýr og utansafnaðar,
sem þýðir að það þarf að byrja að miklu
leyti frá grunni í hvert sinn. Ættum
við að bjóða upp á 7. bekk? Stefna
ákveðið að framhaldsdeild? (og hvernig
kemur fyrirhugaður skóli í Reykjavík inn
í mynd Hlíðardalsskóla? Verða báðir með
7. bekk, eða jafnvel 7-9. bekk?)
Starfsfólk tollir ekki lengi nú
orðið og við verðum að vera nægilega
opin til að vilja gera okkur grein fyrir
ástæðunum. En með meiri hluta nemenda,
og stóran (ef ekki meiri) hluta kennara
og vistarfólks nýjan ár hvert þá eykst
vandi skólarekstursins óhóflega mikið.
Er hægt að gera starfsfólkið ánægðara
svo það vilji vera áfram? Ættum við að
viðurkenna í verki yfirvinnu þeirra sem
hana hafa? Er kominn sá tími að við
verðum að bjóða kennslu- og vistar-
starfsfólki það sama og það fengi annars
staðar fyrir svipaða vinnu? (Margir
verða að vinna á kvöldin, jafnvel
nóttunni, um helgar og í fríum. Ætli
starfsmaður að eiga lausa helgi, þá
verður hann oft á tíðum að fara af
staðnum) . Nú situr þriðji skólastjóri
frá síðasta aðalfundi. Örar skiptingar
hafa orðið á vistunum og nú horfum við
fram á miklar breytingar í sumar. Ekki
er ætlunin með þessum orðum að fylla
okkur svartsýni, en þessi mál verða að
breytast sem fyrst, og það gerist ekki
nema við skiljum ástæðurnar fyrir stöðu
þeirra.
NIÐURLAG
í dag eru fjöldi fjölskyldna sem er
þakklátur fyrir að hafa sent stúlkuna
sína eða piltinn sinn til Hlíðardais-
skóla. í söfnuðinum eru margir
einstaklingar sem komu með vegna starfs
skólans. Við getum því ekki sagt annað
en að skólinn hefur gert margt gott. En
til að tryggja sem best framhald skólans
þá verðum við að taka tillit til
spurninganna og vandamálanna hér að
framan, ekki aðeins með ópersónulegum,
vel orðuðum og hlýlegum góðvi1jayfir-
lýsingum, heldur með ákveðnum og
hnitmiðuðum áformum sem styrkja fjár-
hagsstöðu skólans og hvetja gott
starfsfólk til að vera áfram. Guð
blessi okkur í þeirri viðleitni.
Einar Valgeir Arason.
SKÝRSLA REKSTRARNEFNDAR HLÍÐARDALSSKÓLA
Rekstrarnefnd var skipuð þrem
einstaklingum frá og með aðalfundi 1982.
Hlutverk rekstrarnefndar var að
athuga hliðarrekstur Hlíðardalsskóla
þ.e. búrekstur og gróðurhús - í þeim
tilgangi að vera til leiðbeiningar um
hvernig mætti auka framleiðni þessara
greina og styrkja þannig grundvöll fyrir
rekstri Hlíðardalsskóla. Nefndin hefur
komið nokkuð reglulega saman og athugað
aðstæður.
13