Bræðrabandið - 01.05.1985, Síða 16
þrennu móti: 1) Herða innheimtur. Við
höfum fengið ungmennafélögin í lið með
okkur í þessu og áformum að senda blaðið
í framtíðinni aðeins til þeirra sem
borga áskrift. 2) Afla auglýsinga.
Slíkt þarf að gera af mikilli varfærni
en meðan áskriftafjöldinn er lítill eru
litlir möguleikar á auglýsingatekjum. 3)
Auka áskriftir, og stefna inn á hinn
almenna kristna markað í landinu. Ekkert
vandað kristið tímarit kemur út á
íslensku, en slíkt blað myndi eiga góða
möguleika, því áhugi kristindóms meðal
ungs fólks á íslandi hefur aukist
gífurlega undanfarið.
Verið er að áforma að gefa út
hvíldardagsskólalexíur fyrir unglinga í
tengslum við Innsýn. Fyrir utan að gefa
okkar ungmennum nauðsynlega fræðslu
myndi blaðið stækka töluvert við þetta
og gefa því betra tækifæri sem kristni-
boðsblað hér á íslandi. Þetta eru tvær
af ástæðum fyrir breyttu útliti blaðsins
núna um áramótin síðustu. Þriðja
ástæðan er hönnun blaðsins.
HVERT SKAL STEFNA?
1. Nauðsynlegt er að leggja áherslu á
að félagsstarf ungmennafélaga sé í
jafnvægi milli trúarlífs, skemmtunar
og útbreiðslustarfs. Ef þetta
þrennt er ekki í jafnvægi þá er líf
ungmennafélagsins ekki heilbrigt. En
mikill skortur er á því að eldri
safnaðarmeðlimir finni sig kallaða
og knúða til þess að taka virkan
þátt í æskulýðsstarfinu. Sem tillögu
má nefna að ungmennafélögin hefðu
eitt kvöld í viku til að koma saman
til að biðja, læra og leika sér. Og
síðan að þau settu sér ákveðið
takmark í útbreiðslustarfi.
2. Nauðsynlegt er að æskulýðsstarf nái
til allra ungmenna safnaðarins á
aldrinum 13-35 ára. Æskulýðsstarf má
ekki takmarka við 17-21 árs ungl-
inga. Þeir eru aðeins hluti
ungmenna safnaðarins. Færi vel að
söfnuðirnir tækju virkan þátt í
skipulagi slíks starfs t.d. með
æskulýðsráði í stað ungmennafélags-
stjórnar eða að ungmennafélags-
stjórn samanstæði af fulltrúum allra
aldurshópa æskunnar ásamt fullorðnum
ábyrgðarmanni.
3. Lengi hefur verið dreymt og talað um
að söfnuðirnir eignuðust mótsstað
eða útivistarstað. Núna er hugmynd
um að þróa slíkan stað á landi
Hlíðardalsskóla, bak við Litla
Meitil. Þar er stórkostlegt útivist-
arsvæði á landi sem við þegar eigum.
í sumar verður athugað hvort vatn sé
á staðnum en það er nauðsynlegt til
þess að hægt sé að líta á þennan
stað nánar.
"Mundu eftir skapara þínum á
unglingsárum þínum, áður en vondu
dagarnir koma og þau árin nálgast, er þú
segir um: "Mér líka þau ekki"." Préd.
12.1 .
Með kveðju
Þröstur B. Steinþórsson ■
Síðast liðið eitt og hálft ár hefur
skátastarfið verið í mínum höndum.
Þennan tíma hefur það verið takmark mitt
að byggja upp starfið á hinum ýmsu
stöðum og einnig að hafa eitthvað
sameiginlegt sem sameinaði hópana.
1 ) Samtals eru um 30 Aðventskátar á
aldrinum 6-14 ára. Flestir eru þó í
Reykjavík og Árnessýslu. Þessir hópar
koma saman vikulega eða aðra hverja viku
á sínum stöðum við nám og þjálfun og
Biblíurannsókn. Hér er um að ræða bæði
hagnýta og andlega þjálfun sem hjálpar
æskufólki okkar að vaxa og verða sterkir
og þroskaðir meðlimir safnaðarins.
2) Þessir hópar hafa að eigin
frumkvæði skipulagt dagsferðir og
helgarferðir. Sem dæmi get ég nefnt
helgarferð sem Aðventskátar í Reykjavík
skipulögðu til Hlíðardalsskóla og ferð í
langferðabíl til Krísuvíkur sem hópurinn
í Árnessöfnuði skipulagði.
3) Hámarkið var svo þegar við komum
saman á síðast liðnu sumri á nýuppgötv-
uðum skátamótsstað við Meitilinn. Við
vorum þar í 4 daga. Þessi mjög fallegi
staður er 3 km frá Hlíðardalsskóla og
16