Bræðrabandið - 01.05.1985, Page 18

Bræðrabandið - 01.05.1985, Page 18
árum hefur um 70.000 blöðum verið dreift í vel flesta bæi og þorp landsins og mikinn hluta Stór-Reykjavíkur. Hefur söfnurum ávallt verið vel tekið og margir látið örlátlega af hendi rakna, bæði einstaklingar og fyrirtæki. Heildarsöfnunin þessi ár var sem hér segir: 1982 1.098.742 1983 1.714.570 1984 1.791.046 Alls 4.604.358 að núvirði rúml. 7 milljónir. við opinberar samkomur. Það er mér minnisstætt hve mikið verk var unnið við dreifingu boðseðla fyrir Biblíubréfa- skólann, námskeið Björgvins Snorrasonar og samkomur David Lawsons, svo og þrotlaust sjálfboðaliðastarf margra, sérstaklega við samkomur br. Lawsons. Þá er ótalið heimsóknarstarf margra systkina sem er ómetanlegt. Margt persónulegt starf, upörvun og huggun, hjálparhönd hér og nokkur orð þar, kann að hafa haft meiri áhrif til góðs en nokkurn órar fyrir. Guði sé þökk fyrir leikmannastarfið. SMÁRIT Oft hafa leikmenn óskað eftir að hafa rit og bæklinga í höndum sem nota mætti í leikmannastarfi, ýmist í persónulegum samskiptum við kunningja, ættingja og vini eða í skipulögðu boðunarátaki safnaðarins. Á s.l. þrem árum hefur nokkuð áunnist í þessum efnum. Tveir nýir biblíubréfaskóla- námsflokkar, Vegurinn til eilífs lífs og Námskeið í Opinberun Oóhannesar, ásamt Tákn Tímanna nr. 3 um Daníelsbókina og Tákn Tímanna nr. 4 um grundvallartrúar- atriði Sjöunda dags aðventista. Lítill þríblöðungur, Sjöunda dags aðventistar í hnotskurn, gefur stutt yfirlit um Aðventsöfnuðinn og helstu kenningar safnaðarins. Þá eru komin 5 Smárit eftir George Vandeman sem hafa hlotið mjög góðar móttökur. Væntanleg eru 5 slík smárit í viðbót. Þau eru komin á hafnarbakkann en óvíst hvort þau verði komin í hendurnar á okkur fyrir aðalfund. Loks koma svo 5 slík smárit á næsta ári. Svo í lokin má nefna ræður og námsstefnur br. David E. Lawsons alls 29 rit sem framsetja aðventboðskapinn á einstaklega skýran hátt. Vonandi verða þessi rit til eflingar leikmannastarfi. ANNAÐ STARF Auk þess starfs sem að ofan greinir leggja leikmenn af mörkum mikið starf á öllum sviðum safnaðarstarfsins s.s. í hvíldardagsskóla, æskulýðs- og skáta- starfi, söng- og tónlistarstarfi, í stjórnum og nefndum, í félagsstarfi og Fátt er það í lífi og starfi Aðventsafnaðarins sem er eins kært og hvíldardagsskólinn. Hvíldardagsskólinn hefur fært safnaðarmeðlimunum ómælda blessun. Þakka ber fórnfúst og frábært starf kennaranna og stjórnenda. Þá er það okkur einnig ánægja að njóta velþýddra lexía fyrir fullorðna frá hendi Oúlíusar Guðmundssonar. Það er gleðilegt að geta skýrt frá því að um 16 sjálfboðaliðar hafa gefið sig fram sem þýðendur lexíuflokks fyrir 10-15 ára. Enn eigum við eftir að heyra frá hvíldardagsskóladeild Norður-Evrópu- deildarinnar um útgáfustyrk. Því miður verður þó varla von á lexíunum fyrr en í haust. Ef úr þessari útgáfu verður mun það bæta úr brýnni þörf. Á s.l. hausti kom Helen Craig frá hvíldardagsskóladeild Aðalsamtakanna í Washington. Námskeiðið var vel sótt og gagnlegt. Hvíldardagsskólanemendur á íslandi munu vera nálægt 380 og meðalmæting um 300. 18

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.