Bræðrabandið - 01.05.1985, Side 19
í lokin má nefna til fróðleiks að
hvíldardagsskólalexíurnar frá og með
janúar 1985 og næstu 10 árin munu fjalla
um allar bækur Biblíunnar. Ef þessum 40
heftum er haldið til haga gefa þær góðan
og dýrmætan fróðleik um allar bækur
Biblíunnar.
Hegi hvíldardagsskólinn halda áfram
að færa yngri sem eldri ríkulega blessun
fyrir rannsókn á Orði Guðs.
Erling B. Snorrason ■
Skýrsla Biblíubréfaskólans
"Sérhver Ritning er innblásin af
Guði og nytsöm til fræðslu, til umvönd-
unar, til leiðréttingar, til menntunar í
réttlæti, til þess að sá, sem tilheyrir
Guði, sé albúinn og hæfur gjör til
sérhvers góðs verks." (2Tm 3.16).
Biblíubréfaskólinn er eitt öflugasta
sálnavinnandi tækið sem við höfum. En
eins og hvert annað tæki ber það lítinn
eða engan árangur ef það er ekki notað
rétt. Tilgangur Biblíubréfaskólans er
ekki aðeins að auka þekkingu manna á
Biblíunni heldur að kynna þeim 3esú
Krist og söfnuð hans hér á jörðu. Að
menn og konur yrðu svo heilluð af þessum
kynnum að þau gætu ekki lifað áfram án
samvistar með 3esú og söfnuði hans.
Til þess að slíkur árangur náist
þarf a.m.k. þrennt: 1) Kynna Biblíu-
bréfaskólann. 2) Bjóða góð og vönduð
námskeið. 3) Heimsækja nemendur.
Við skulum líta aðeins nánar á þessi
þrjú atriði.
1. Kynna Biblíubréfaskólann.
Þ.e. auglýsa, auglýsa, auglýsa. Það
er vitað mál að því meira sem við
auglýsum því meiri árangur næst. Þetta
vita kaupmenn og nota óspart milljónir í
auglýsingar því þeir vita að þeim
peningum er vel varið. í auglýsingaher-
ferðinni okkar síðast liðið haust kom
vel í ljós að í Reykjavík þar sem mest
var auglýst og oftast var farið út með
miða í hús, þar komu flestir nemendurn-
ir. Núna eru yfir 160 nemendur skráðir
í skólann í stað 30 fyrir þessa herferð.
Hér ættu söfnuðir og einstaklingar að
taka virkan þátt. Bæði að fara með
auglýsingar í hús aftur og aftur og
leggja fram fé til auglýsinga. I
framtíðinni mætti nota útvarp og dagblöð
meira til að ná til landsbyggðarinnar.
2. Góð og vönduð námskeið.
Núna erum við loksins búin að fá tvo
nýja námsflokka. Vegurinn til eilífs
lífs, sem er stuttur namsflokkur, aðeins
6 bréf sem fjalla um undirstöðu hjálp-
ræðisins og Opinberun Oóhannesar,
virkilega góður og kjarnmikill nams-
flokkur um þessa þýðingarmiklu bók
Biblíunnar. Enn þá bíðum við eftir
heilsubréfaskólanum, búin að bíða í 3 ár
eftir nýjum námsflokki sem 3ohn Berglund
hefur verið að semja. Þó virðist sem
biðin sé farin að styttast nú. Er þessi
námsflokkur sérstaklega nauðsynlegur
núna þegar mikil áhersla er lögð á
bindindismál. Einnig vantar okkur
tilfinnanlega námsflokk um líf og starf
3esú. En slíkan flokk höfum við ekki
fundið ennþá. Að síðustu má nefna að
við höfum í okkar höndum nýjan námsflokk
um fornleifafræði, virkilega skemmtileg-
an og fróðlegan námsflokk sem styður við
trú okkar á Biblíunni. Væri athugandi
að gefa hann út á íslensku.
3. Heimsækja nemendur.
Án heimsókna verður Biblíubréfaskól-
inn aldrei annað en fræðslutæki. En
tilgangur hans er að leiða einstaklinga
til 3esú. Þess vegna er það lífsnauð-
synlegt að söfnuðirnir skipuleggi
heimsóknir í samráði við Biblíubréfa-
skólann og í öðru lagi þarf söfnuðurinn
að vera opinn og tilbúinn að taka á móti
nemendunum þegar þeir heimsækja kirkjur
okkar. Síðast liðinn vetur hefur mikil
áhersla verið lögð á þessa liði og lofar
góðu.
í framtíðinni áformum við að byrja
með fréttabréf sem yrði sent öllum
núverandi og fyrrverandi nemendum
Biblíubréfaskólans. Tilgangur þess yrði
19