Bræðrabandið - 01.05.1985, Síða 22

Bræðrabandið - 01.05.1985, Síða 22
Skýrsla söngmáladeildar Það markverðasta, sem gerðist í söngmáladeildinni á starfstímabili nu, sem nú endar, var orgelvígsla og sönghátíð Salómons Heiðar - sameinað í einni athöfn. Þá var vígt kirkjuorgel- ið, sem bróðir Helgi Heiðar gaf Aðvent- kirkjunni í Reykjavík í minningu föður síns, og flutt sönglög Salómons Heiðar. Salómon var fjölda ára organisti kirkjunnar. Upprunalega var áformað, að þetta færi fram á síðasta aðalfundi, eins og greinir um í skýrslu þess fundar, en var frestað og stillt inn á tíma, þegar Heiðar-fjölskyldan gæti verið hér á landi samtímis - þau eru öll búsett vestan hafs. Þessi vígslu- og sönghátíð átti sér stað 25. september 1982. Þar söng samkór aðventsafnaðanna og Karlakór Reykjavíkur (Salómon var um langt skeið félagi í Karlakórnum). í einsöng og tvísöng komu þessir fram: Anna öohansen, Árni Hólm, Reynir Guðsteinsson, Ólafur Ólafsson og undirritaður. Orgelvígslutónverkið lék Guðni Þ. Guðmundsson organisti Bústaðakirkju. Hann er sérfróður bæði um rafeindaorgel og pípuorgel. Auk hans léku á orgelið Oddný Þorsteinsdóttir Dónína Guðmunds- dóttir og Helgi Heiðar. Helgi var um tíma organisti kirkjunnar. Hann lék einnig einleik á fiðlu. Undirleik önnuðust Guðni Þ. Guðmundsson, Sólveig Oónsson og Guðrún Kristinsdóttir. Þessi vígslu- og sönghátíð þótti heppnast vel og var kirkjan, söngloft og anddyri þéttskipað. Enn skulu hér fluttar þakkir fyrir orgelið og öllum þeim er báru sönghátíð- ina uppi. Söngmálunum hefur verið haldið uppi í söfnuðunum. Kirkjukór Reykjavíkur hefur stöðugt starfað. Auk þess að þjóna söfnuðinum við guðsþjónustur, hátíðir og jarðarfarir fór hann í söngferðir til systrasafnaðanna á Suðurnesjum og Árnessýslu. Tvisvar for kórinn til Vestmannaeyja. í fyrra skiptið var sungið í Aðventkirkju Vestmannaeyja, á Elliheimilinu, á sjúkrahúsinu og fluttir opinberir tónleikar í Félagsheimili Vestmannaeyja. Við það tækifæri söng Kirkjukór Landa- kirkju nokkur lög með okkur. Áður hafði Landakirkjukórinn á ferð í Reykjavík sungið við hvíldardagsguðsþjónustu í Aðventkirkjunni í Reykjavxk. Þessari söngför lauk með því að kór okkar söng við guðsþjónustu í Landakirkju. Seinni ferðin til Vestmannaeyja var tengd 60 ára afmæli safnaðar okkar í Eyjum. í útvarpið hefur kórinn sungið við útvarpsguðsþjónustu okkar og útvarp frá sameiginlegum samkomum kristinna safnaða. í tilefni af Ári Biblíunnar - við lok þess - efndi kórinn til söngva í Aðventkirkjunni Reykjavík. í vetur hefur systir Krystyna Cortes stjórnað kórnum með mikilli snilli eins og hennar var von og vísa. Á starfstímabilinu var stofnaður kór í söfnuði Suðurnesja. Undir stjórn systur Oónínu Guðmundsdóttur hefur hann starfað á svipaðan hátt og Reykjavíkur- kórinn - þjódað söfnuðinum við kirkju- legar athafnir, sótt systursöfnuðina heim með söng sínum og sungið í útvarpið í útvarpsguðsþjónustu, sem söfnuður Suðurnesja sá um. Um tíma starfaði tvöfaldur blandaður kvartett úr Reykjavíkurkórnum. Fór hann einnig í söngheimsóknir með söng sinn. í vetur stofnaði unga fólkið í söfnuðum okkar ungmennakór undir stjórn Guðbjargar Þórisdóttur. Þessi kór kom einnig fram í söfnuðum okkar. Vonandi heldur þessi kór áfram að starfa til að efla sönglíf okkar, því þetta eru framtíðarsöngraddir starfsins. Það, sem hér hefur verið sett á blað, sýnir, að mikið og gott söngstarf hefur átt sér stað innan Samtakanna, og ég er sem fytr þeirrar sannfæringar, að enn eigi fegursti og besti aðventsöngur- inn eftir að'hljóma fyrir söfnuði okkar og þjóðinni. SÁLMABÓKIN Sálmabólcarmálið stendur þannig, að það þarf að fá mann til að gera endan- legan prófarkalestur. Miðað við, að þetta verk befur staðið lengi yfir þarf að endurmeta sálmaval miðað við að á 22

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.