Bræðrabandið - 01.11.1987, Qupperneq 23
Brœðrabandið 11. 1987
ávöxt Andans og ávöxt sálna sem unnar
eru fyrir hann, en honum er einnig
mikið í mun að ávöxturinn vari við.
Hann vill að við gerum okkar til að
fólk snúi sér til hans og haldi áfram
að gera það, að leiða fólk inn í
söfnuðinn, sem verður um kyrrt í
söfnuðinum.
Alltof mikið fráfall
Eftirfarandi tölur eiga við þá sem
hurfu frá eða er saknað meðal þeirra
sem sameinuðust aðventsöfnuðinum á
árunum 1981 til 1985:
Suður-Ameríkudeild 9%
Evró-Afríkudeild 11%
Deild Austurlanda fjær 16%
Suður-Asíudeild 16%
Afríku-Indlandshafsdeild 17%
Austur-Afríkudeild 21%
Suður-Kyrrahafsdeild 22%
Mið-Ameríkudeild 29%
Norður-Evrópudeild 32%
Norður-Ameríkudeild 40%
Allar deildir (meðaltal) 25%
Takið eftir að tölurnar eru hærri í
hinum ríkari Löndum, sennilega af því
að velmegun er fjandsamleg andlegri
iðkun. Einnig getur verið að skýrslur
séu fyllri í þessum löndum.
Boðun, sem ekki er fylgt á eftir með
því að uppfóstra nýja meðlimi og gera
þá að lærisveinum, mun að lokum ganga
frá sér dauðri. Sum svæði áttu tímabil,
þar sem óttaslegnir útbreiðsluprédik-
arar, sem sáu að söfnuðir þeir sem þeir
unnu fyrir, höfðu fáa áhugasama á
lista, treystu á mikla auglýsingaher-
ferð til að laða að fjöldann. Það
virtist virka. Fólk kom og var skírt.
En há hundraðstala varð í raun aldrei
hluti af söfnuðinum.
Sumir safnaðarmeðlimir skella
skuldinni á útbreiðsluprédikarann:
"Barnið var andvana fætt." Sumir
útbreiðsluprédikarar skella skuldinni
á safnaðarfólkið: "Barnið var hraust,
þegar það fæddist en það dó vegna þess
að safnaðarfjölskyldan nærði það
ekki." Það er aukaatriði að finna
einhvern blóraböggul. En málið er, að
það að skíra án þess að gera fólk að
lærisveinum mun ekki virka. Við höfum
ekki lagt of mikla áherslu á boðun en
við höfum of oft lagt litla áherslu á
uppfóstrunina , sem heldur þeim í
söfnuðinum, sem snúist hafa til trúar
á opinberum samkomum.
Því meir sem söfnuður trúir kenning-
um sínum, því meir kann hann að
vanrækja kristilegt samfélag. Hver
kristinn söfnuður trúir á kærleika og
kristilegt samfélag. En sökum þess að
það er um það bil eina kenningin sem
meðlimir sumra kirkjudeilda eiga
sameiginlega, leggja þær áherslu á
kærleika og kristilegt samfélag í öllu
sem þeir gera og segja.
Á hinn bóginn kann söfnuður, þar sem
safnaðarfólkið hefur til að bera
fylgi við margar sérstæðar kenningar,
að álykta að þessar almennu kenningar
muni halda þeim saman. Þannig van-
rækjum við óafvitandi samneyti það og
samfélag, sem nýir meðlimir verða að
fá að njóta.
Þegar dró að lokum starfstíma 3esú,
bað hann svona: "Meðan ég var hjá
þeim, varðveitti ég þá í nafni þínu,
sem þú hefur gefið mér, og gætti
þeirra, og enginn þeirra glataðist
nema sonur glötunarinnar , svo að
ritningin rættist" (Jóh. 17,12). Ekki
að setjast í dómarasæti yfir út-
breiðsluprédikaranum þó að þeir sem
snúist hafa til trúar falli við veginn
öðru hverju. Oafnvel Oesú missti 1 af
12. Á hinn bóginn hélt hann 92 af
hundraði og Oóh. 15,12-16 sýnir okkur,
hvernig hann gerði það.
1-Elska þá
Oesús kenndi svo: "Þetta er mitt
boðorð, að þér elskið hver annan eins
og ég hef elskað yður" (12. vers).
Kristur er ekki bara að biðja okkur að
elska hvert annað. Hann fyrirskipar
það. Kristindómurinn er félagsleg trú.
Við veitum henni viðtöku sem einstak-
lingar, en við prófum hana í samskiptum
við aðra. Vísasta leiðin til að komast
að því, hvort Biblíulestur og einvera
með Guði hafi gert þig líkari Kristi,
er sú að finna út hvort það hefur
hjálpað þér til að elska fólk meira og
lynda betur við það.
Hvers vegna fer fólk á sjúkrahús? Af
því á sjúkrahúsum er linaður sársauki.
Söfnuðurinn er sjúkrahús til að lækna
sár lífsins. Fráfallinn maður er
persóna sem söfnuðurinn hefur ekki
linað sársauka hjá.
Það er fjöldi leiða til að tjá
kærleika og ósk um samneyti meðal
23