Bræðrabandið - 01.11.1987, Page 3

Bræðrabandið - 01.11.1987, Page 3
Brœðrabandið 11. 1987 kemur Jesú þeim á óvart með þessum orðum: "Segið þér ekki: Enn eru fjórir mánuðir, þá kemur uppskeran? En ég segi yður: Lítið upp og horfið á akrana, þeir eru hvítir til uppskeru" (3óh. 4,35). 3esú var ekki að tala um uppskeru á hirsi eða maís eða hveiti, heldur uppskeru sálna, sem var tilbúin til að vera safnað inn. "Til þess að sinna þessari uppskeru kom ég í heiminn," útskýrði 3esú. Hún þarf einnig að hafa forgang í lífi okkar og til hennar verðum við að beina sjónum okkar. "Ég segi yður: Lítið upp og horfið á akrana," er orðalag Biblíunnar. Hinum kristna ber ekki einungis að líta á fullsprottna akrana, heldur að taka þátt í sjálfri uppskerunni! Árið 1982 fylkti Söfnuður sjöunda dags aðventista sér undir einkunnarorðin "Eitt þúsund dagar uppskeru." Takmarkið var að vinna 1000 nýja lærisveina til fylgdar við Drottin á hverjum degi í 1000 daga eða fram að heimsráðstefnunni 1985 - 1000 manns á dag í 1000 daga, milljón nýir lærisveinar á innan við þrem árum! Þetta var djörf áætlun en söfnuðurinn reyndist vandanum vaxinn með Guðs hjálp. Og takmarkinu var náð og meira en það! "En hvað gerum við nú?" spurði söfnuðurinn sjálfan sig. Hann gat ekki setið aðgerðalaus og haldið að sér höndum - akrarnir eru enn hvítir til uppskeru: nær 5 milljarðar sálna og gæti hver þeirra hugsanlega orðið þegn í guðsríki. Víðari sýn Þörf var á víðari sýn, víðtækari áætlun. Hugsanlegt var að hver þessara milljón nýju meðlima tæki líka til við að vinna sálir! "Tvöfaldið takmarkið," sagði söfnuðurinn. Tvöfaldið tölu þeirra nýju meðlima sem bættust við meðan Eitt þúsund daga uppskeran stóð yfir. Tvöfaldið tölu meðlima sem færir eru í sá1navinnandi starf. 3á, tvöfaldið. En söfnuðurinn lét sér ekki bara nægja að setja sér talnatakmark. Hann tiltók sjö atriði sem hljóta skyldu sérstaka umfjöllun, sjö aðferðir við sálnavinnandi starf. Allt hófst þetta með því sem öll trúarreynsla hlýtur að byrja með, með persónulegri vakningu og siðbót: endurnýjun og persónulegum vexti fyrir Biblíunám, bæn, samfélag við aðra kristna og tilbeiðslu. Væri rúm til mætti semja bænavikulestur um hvert þessara efna- persónulegt Biblíunám, bæn hvert fyrir öðru, kristilegt samfélag og reglubundna kirkjusókn. Annað áherslusvið er heimilið. Þar viljum við sjá ástríki í samneyti feðra og mæðra. Við viljum leita leiða til að tengja börnin foreldrum sínum í ástríkri virðingu og umönnun. Við viljum að heimilið verði forsmekkur himins á jörðu. Við köllum á endurreisn trúariðkunar á heimilinu, að stutt sé að fjölskyldualtarinu, tilbeiðslu á heimilinu. Af þessum sterka grunni getur fjölskyldan unnið út á við. Frá einstaklingnum og fjölskyldunni viljum við snúa okkur að söfnuðinum á hverjum stað, því að það er hver söfnuður sem hlýtur að verða miðstöð boðunar. Meðlimir safnaðarins þekkja best eigið samfélag, þarfir þess og væntingar og bestu aðferðir til að boða þar fagnaðarer indið á hinn áhrifaríkasta hátt. í hverjum söfnuði hljóta nýir meðlimir næringu sína, þar sem þeir finna heimili og samfélag og stað til vaxtar. Þannig á hver söfnuður að líta á sig sem boðunarstöð- höfuðstöðvar stöðugs sálnavinnandi starfs. Hver meðlimur safnaðarins ætti að taka þátt í útbreiðslustarfinu. Að sjálfsögðu krefst slíkt þjálfunar og skipulags. Auk þess að tvöfalda tölu nýrra meðlima höfum við heitið því að tvöfalda tölu þeirra sem þjálfaðir eru til lifandi vitnisburðar. Guð hefur gefið hverjum og einum talentu, andlega gjöf. Þegar við höfum gert okkur grein fyrir hverjar þessar gjafir eru og þroskað þær getum við notað þær í því verki að ná til allra hópa manna. Átakið Uppskera 90 kallar á endurnýjaðan kraft í boðun spádómsboðskapar sjöunda dags aðventista. Það væri afar auðvelt að verja öllum tíma okkar á hliðargreinar. En slíkt má ekki henda 3

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.