Bræðrabandið - 01.11.1987, Side 9
Brœðrabandið 11. 1987
JESÚS UNDIRBJÓ JARÐVEGINN TIL UPPSKERU
HEÐ ÞVÍ AD HAFA SAMNEYTI VIÐ FÓLK OG
SNÆÐA MEÐ ÞVÍ HEIMA HJÁ ÞVÍ
fyrir sáningu fagnaðarerindisins.
Þessi undirbúningur jarðvegsins krefst
persónulegs átaks - rétt eins og það
kostaði litla manninn og buffalinn
hans að arka gegnum moldarflagið til
að undirbúa akurinn fyrir að plantað
yrði í hann kangkong.
Fjölhæfni
Og þetta krefst einnig fjölhæfni,
eins og að binda vanda orkídeur á
trjábolinn. Til slíks hlutverks er
einstaklingurinn betur hæfur en
söfnuðurinn í heild.
Renate er eiginkona háskólaprófessors
í Chile. Ricardo hefur Biblíulestra
vikulega á heimili sínu. Á hverju ári
eru margir skírðir og þeir teknir í
söfnuðinn. Heimili Renate er alltaf
opið nemendum og samstarfsmönnum
Ricardos. Hún undirbýr jarðveginn með
því að taka hlýlega á móti gestunum og
bera fram heimabakað góðgæti.
Chuck kaus að undirbúa jarðveginn
fyrir sáningu sæðis fagnaðarerindisins
í hjarta Pete, nágranna síns. Eftir því
sem meiri vinátta tókst með þeim, með
því að þeir skiptust á verkfærum og
fræddu hvor annan um garðyrkju og bíla,
komst Chuck á snoðir um að Pete var
mikill fiskimaður og hann gerði sér þá
grein fyrir að hann - landkrabbinn og
fiskihatarinn - yrði að fara að veiða
með Pete. Hann gerði það og hann lifði
það af. f öðrum veiðitúrnum tók hann
safnaðarmeðlim með sem átti sama
áhugamál og Pete. Þegar vináttan var
orðin traust, gat Chuck stungið upp á
því, að Pete og kona hans sæktu
námsstefnu safnaðarins um foreldra-
hlutverkið, enda var fyrsta barnið
þeirra nýfætt. Þar sem Pete og
fjölskylda hans áttu nú marga vini í
söfnuðinum, var það sjálfsagt mál
fyrir þau að gerast meðlimir í söfnuði
Chuck.
Þar sem undirbúningur jarðvegsins
krefst persónulegs átaks, liggur
beinast við að hinn kristni undirbúi
jarðveginn meðal kunningja sinna:
fjölskyldumeðlima, vina, nágranna,
vinnufélaga, bekkjarfélaga. Hvern
jarðveg þarf að erja á sérstakan hátt.
Páll ræddi um það að vera Gyðingum
Gyðingur og Grikkjum Grikki, til þess
að "ávinna sem flesta" (1. Kor. 9,20-
22). Hann skildi gildi þess að undirbúa
jarðveginn.
Frá því að horfa á litla manninn og
buffalinn hans hvarflaði hugur minn
til heimssafnaðarins sem er að snerta
við hinum ósnortnu fyrir Guð. Hvað ef
hver safnaðarmeðlimur veldi í bæn þrjá
einstaklinga af þeim, sem hann eða hún
hefur títt samband við, og ákveddi með
Guðs hjálp að undirbúa jarðveginn?
Ég sé fyrir mér fólk á tali yfir
girðinguna milli lóða, fólk bjóða
öðrum far, börn að leik saman, símtöl,
ungt fólk bjóða öðrum að spila bolta,
fjölskyldur að snæða saman úti í
náttúrunni, gesti sitja við sjúkrabeð,
nýbakað brauð borið til þeirra sem
komast ekki ferða sinna, reyndar mæður
annast um börn veikra nágranna,
kristna menn gráta með nágrönnum sem
misst hafa ástvini sína og svo má
lengi halda áfram.
Og er ég sé þetta allt fyrir mér,
hugsa ég um uppskeruna og um hrós-
yrðin: "Gott, þú góði og trúi þjónn
... gakk inn til fagnaðar herra þíns"
(Matt. 25,21). Fögnuður, ekki aðeins
fyrir sáðmanninn og þann sem sker upp,
heldur einnig fyrir þá sem stjórna
plógnum og undirbúa jarðveginn.
SPURNINGðR TIL UMRÆÐU
1. Gefið dæmi um hvernig Oesús undirbjó
hjörtun fyrir sæði fagnaðarerindisins.
2. Hversu langan tíma tók það þessi
sæði að spíra?
3. Lýsið sumum þeirra jarðvegsgerða,
sem sáðmaður fagnaðarerindisins þarf
að vinna með.
4. Nefnið nokkrar aðferðir sem við
getum notað til að undirbúa jarðveg
mannlegra hjartna til að taka við
hjálpræðinu.
5. Hvar gætum við hafið jarðvegsundir-
búning okkar? *
9