Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 Fréttir DV Meirihluti kvenfanga erlendir Meirihluti kvenfanga á íslandi em erlendir ríkis- borgarar, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsis- málastofhun. Nú dvelja sjö konur í kvennafangelsinu í Kópavogi og em fjórar af þeim með erlent ríkisfang. Flestar þessara erlendu kvenna afþlána dóma hér á landi vegna fíkniefnasmygls sem þær hafa orðið uppvís- ar að og þá oftar en ekki sem svokölluð burðardýr. Heildarfjöldi fanga, sem annaðhvort em að afþlána dóma í fangelsum eða með- ferð, er nú í kringum 300. Trúarbrögð úr skólum „Fjölmargir for- eldrar hafa haft samband við Sið- mennt og kvartað undan þvf að trúar- áróður, kirkjuheim- sóknir, bænahald og annar óeðlilegur áróður sé stundaður í skól- um barna þeirra. Trúar- uppeldi á ekki að vera á verksviði skóla eða stofn- ana á vegum Reykjavíkur- borgar heldur er það á ábyrgð foreldra og heim- ila,“ segir Hope Knútsson fyrir hönd samtakanna Sið- menntar í bréfi til Fræðslu- ráðs Reykjavíkur. Siðmennt krefst „að óheimilt verði að stunda trúboð" í gmnn- skólum Reykjavíkur. Virða verði rétt barna sem séu frá trúlausum heimilum. Eins árskilorð fyrir hylmingu Héraðsdómur Reykja- víkur ákvað í gær að skil- orðsbinda eins árs fangels- isdóm yfir tvítugum karl- manni, Anthony Tómasi Hermann, sem hann hlaut fyrir að hafa í fómm sínum stolin skotvopn og lítilræði af amfetamíni. Var það mat héraðsdóms að réttlætan- legt væri að skilorðsbinda refsinguna yfir Anthony þar sem hann hefði snúið h'fi sínu á uppbyggilegri braut- ir eftir áralanga neyslu fíkniefna og auðgunarbrot samfara þeim. Titringur var á fyrra degi landsfundar Frjálslynda flokksins á Kaffi Reykjavík. Fá- mennt var á fundinum og voru margir ósáttir við fundarstaðinn. Sagði einn fundargestur salinn eins og „krækiber í helvíti“. Kosningar til varaformanns settu einnig svip sinn á fundinn. Nokkrum landsfundargestum var meinaður aðgangur vegna fundarskapa. Einn frambjóðandinn segir þetta aðför að lýðræðinu. Spenna á landsfundi Sverrir Hermanns- son fyrrverandi formaður, sat á fremsta bekk ásamt Sigurjóni Þórðarsyni og Gunn- ari Erni Orlygssyni. i frjalslyndra „Frá lýðræðislegu sjónarhorni er þetta afar slæmt fyrir okkur," segir Gunnar öm örlygsson, alþingismaður og frambjóðandi til varaformanns í Frjálslynda flokknum. Landsfundur frjálslyndra hófst í gær og var spennan í loftinu svo áþreifanleg að nánast mátti skera hana með hníf. Þingið hófst um fjögurleytið í gær. Gestir voru nokkuð færri en búist var við. Sögðu flestir að þeim myndi íjölga á morgun. Enda er búist við átökum. Barist er um varaformanns- og formannsembætti flokksins. Og eins og í öllum kosningum mun ein- hver verða undir. Óeðlileg fundarsköp Töluverða gremju vakti að nokkrum áhugasömum aðilum var meinaður aðgangur að fundinum. Ástæðan var sú að til að komast á landsfundinn þurftu menn að skrá sig á þingið daginn áður. Þetta var ekki auglýst á heimasíðu flokksins og urðu því þeir flokksmenn, sem fóru bónleiðir til búðar, að vonum óá- nægðir. Gunnar örlygsson telur að þetta geti jafnframt haft áhrif á kosning- una í dag. „Jú, ég fékk símtöl frá vonsviknum flokksmönnum sem „Jú, ég fékksímtöl frá vonsviknum flokks- mönnum sem komust ekki á fundinn." komust ekki á fundinn. Ég veit líka að þessar upplýsingar komu ekki fram á heimasíðu flokksins þar sem dagskráin er auglýst. Svona lagað má ekki gerast." “Samsæri,” kynnu sumir að halda, enda skipuleggjandi þingsins mótframbjóðandi Gunnars, Magnús Þór Hafsteinsson. Gunnar Örlygsson gefur lítíð fyrir það. „Leiðinleg mis- tök," segir hann. Lítill salur Á fundinum í gær mátti sjá kunnugleg andlit. Sverrir Her- mannsson sat á fremsta bekk og Gunnar Örn Örlygsson alþingismaður Býður sig fram til varaformanns og heldur hér utan um konu sína. fylgdist með því sem fór fram. Sigur- jón Þórðarson og Ólafur F. Magnús- son borgarfulltrúi, sem gekk form- lega til liðs við flokkinn í gær, sátu við hlið hans og virtust hlusta með at- hygli á orð fyrrverandi formannsins. Reyndar kom það undarlega fyrir sjónir valið á fundarstaðnum. Sahrr Kaffi Reykjavík var næstum of lítill fyrir hinn Útla hóp gesta, sem lét sér fátt um finnast. Einn fundarmaður sagði salinn eins og „krækiber í hel- vítí.“ Titringurinn á fundinum fór ekki framhjá neinum. Bjartsýnir og frjálsir En frjálslyndir eru bjartsýnir. Þeir Guðjón A. Kristjánsson hélt ræðu G. Pétur Matthíasson fréttamaður fylgdist með og ung stúlka þýddi yfir átdknmdl. vilja auka fýlgi sitt og landsfúndir af þessu tagi eru tilvaldir til þess. Flestir bjuggust líka við því að dagurinn í dag yrði viðþurðarríkari en gærdag- urinn. Kosningar eru örugg leið til krydda annars daufa fundi. Og Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, hélt ræðu. Sagði að Frjálslyndi flokkurinn þyrftí að fara yfir 10% fylgi til að halda velli. Stúlka þýddi orð hans yfir á táknmál svo allir næðu örugglega skilaboðunum. Og hvort orð hans séu orð að sönnu á eftír að koma í ljós. Eitt er víst. Frjálslyndir verða ekki samir eftir þessa helgi. simon&dv.is Ófarir íslendinga erlendis 111 eru útlönd. Sá lærdómur sem íslendingar geta dregið af útíandinu er að þar sé vont að vera. Fólkið þar er vont, það meiðir. Við höfum sent erindreka okkar til að gera svo mikið sem kasta kveðju á skákmeistara sem kom hingað tíl lands og heillaðist fyrir áraijöld síðan. Sæmundur rokk Páls- son lögregluþjónn ferðaðist um hálfan hnöttínn með þetta verkefhi að freista þess að endurheimta Bobby Fischer frá illri vist í útland- inu og koma honum fyrir í Fischers- sundi þar sem honum er staður ætlaður. Líkt og Jón Indíafari forð- m Svarthöfði um hefur Sæmundur mætt misjöfn- um viðtökum innfæddra. Svonefnd- ir Japanir hafa þann háttínn á að sækja þarf um leyfi til að kasta kveðju á menn. Hér er ekkert nýtt á ferðinni. Við þekkjum sögur af okkar fólki í út- löndum. Aron heitir piltur Pálmi suður í Texas af íslensku bergi brotnu. Hann var fundinn sekur um læknisleik og fangelsaður á barns- aldri. Honum er ekki hleypt heim, því útlendingamir vilja pína hann Hvernig hefur þú það' „Ég hefþað bara mjög gott," segir Siv Friðleifsdóttir, alþingiskona og ritari Framsóknar- flokksins.„Helsta ástæðan fyrir því er nýafstaðið flokksþing okkar Framsóknarmanna og kvenna. Þetta varalveg stórkostlegt flokksþing með góðri stemningu þarsem góðarálykt- anir voru samþykktar. Eftir flokksþingið er Framsóknarflokkurinn undirbúinn fyrir framtíð- ina með sterka stefnu." áfram. Og hver man ekki eftír ís- lenska háhymingnum Sigga sem var troðið með hokinn ugga í gullfiska- búr í Mexíkó? Einnig heftrr frést að móðir nokk- ur, Sophia Hansen, fær ekki leyfi til að kasta kveðju á börn sín sökum andstöðu innfæddra f Tyrklandi. Nú em börnin fullorðin og samskiptín við barnabarn fóm á sama veg. Við íslendingar hljótum að undrast og spyrja okkur sjálf: Af hverju stafar þessi illska útlendinga? Það kann að vera að íslenska vatrtíð haldi okkur frá þeirri sturlun sem einkennir framkomu erlendra. Aukinheldur er ekki ólíklegt að jarð- varmi fósturjarðarinnar undir fótum okkar leiði upp í hjarta landsmanna og mildi það með þeim hætti að manngæska verður lenska. Þá er ekki útilokað að veðráttan þjappi okkur þétt saman, líkt og kindum eða mörgæsum í köldum stormi. Að lokum má velta því fyrir sér hvort samkennd okkar eigi sér rót í erfðamengi þjóðarinnar, sem er sprottíð af fárra manna samstæðum hópi er flýði illa einvaldskonunga í útlöndum. Þannig er sérhver íslend- ingur, hvort sem það er vinur manns, nágranni, starfsfélagi eða eiginkona, einnig skyldmenni. Svartböföi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.