Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2005, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2005, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR5. MARS 2005 Helgarblað DV Með fjölskyldunni Eva Dis ásamt Omari Smára, 8 ára, Freydisi Björcja, 5 ára, og Óttari. Eva Dís Björgvinsdóttir rankaöi tvítug viö sér sem heimavinnandi tveggja barna móðir. Eftir baráttu viö offitu og þunglyndi hafði Eva loksins sigur og hefur aldrei liöið betur. Losnaði vi „Kannski var ég í svona góðu formi þegar ég var 13, 14 ára og var að æfa sund tíu sinnum í viku,“ seg- ir Eva Dís Björgvinsdóttir sem hefur náð að grenna sig um 33 kíló. Eva Dís er aðeins 24 ára, gift, tveggja barna móðir. Hún byrjaði að fitna árið 1997 þegar hún varð ófrísk af sínu fyrra barni. „Ég bætti á mig yfir 20 kílóum og árið 2000 varð ég ófrísk aftur. Þarna fékk ég nett sjokk, gerði mér allt í einu grein fyr- ir að ég væri aðeins tvítug, heimav- innandi með tvö börn, staða sem ég ætlaði mér ekki að vera í svona ung,“ segir Eva Dís og bætir við að þarna hafi hún byrjað að þjást af þunglyndi. „Þegar ég gerði mér grein fyrir í hvaða pakka ég væri komin byrjaði ég bara að borða og borða. Ég ædaði aldrei að vera komin með bam 17 ára en þótt seinna barnið hafi verið planað þá fannst mér ég svo miklu eldri og þroskaðri en ég var," segir Eva en bætir við að hún gæti að sjálfsögðu aldrei hugsað sér að vera án barn- anna í dag. Komin niður í 57 kíló Áður en langt um leið var Éva orðin 90 k£ló sem var allt of há tala fyrir manneskju sem er aðeins 165 sm á hæð. Árið 2001 byrjaði hún svo að taka sig á en gekk upp og ofan næstu árin. „Ég missti 25 kíló fyrstu 5 mánuðina en var fljót að bæta þeim aftur á mig. Þegar ég byrjaði svo aftur missti ég 5 klló og svo 10 þegar ég tók þátt í Líkama fyrir lífið. Nú síðast skráði ég mig á námskeið hjá Hress heilsurækt og er núna fm f Þunglynd Eva Dis var hér 90 kiló og þunglynd I dag „Ég hef aldrei áður veriö svona sterk og mössuð og er i miklu flottara formi núna en áður en ég átti krakkana." Model Milano 3+1+1 nu a aðeins 129.000,- star gæöahusgögn GP gæðahusgögn opið man-fös 10-18 og lau 11-16 sími 565 1234 búin að halda mér í 57 kflóum. Framtíðin blasir við mér í dag er Eva Dís laus við þunglyndið þótt hún eigi erfiða daga inni á milli eins og allir aðrir. „Þetta er allt annað Kf og ég þakka forminu algjörlega fyrir að vera laus við þunglyndið. Um leið og ég fór að hreyfa mig og sá árangur þá fór lífið að blasa við mér aftur. Ég hef aldrei áður verið svona sterk og mössuð og er í miklu flottara formi núna en áður en ég átti krakkana." Eva Dís er búin með Ferðamála- skóla íslands en er þessa dagana heima með börnin tvö, Ómar Smára, 8 ára, og Freydfsi Björgu, 5 ára. Hún og Óttar Karlsson, eigin- maður hennar, hafa verið saman í níu ár eða síðan Eva Dís var 16 ára. Óttar starfar í slökkviliðinu og hefur því ailtaf verið í góðu formi. „Þegar hann var að fara á æfingar á kvöldin fussaði alltaf og sveiaði í mér yfir að hann skildi vera að yfirgefa okkur. Nú er það hins vegar frekar ég sem fer í ræktina en hann hangir heima," segir Eva Dís brosandi. „Ég vonast til að fá vinnu við eitt- hvað tengt ferðamálum en framtíðin verður bara að leiða það í ljós. Alla- vega veit ég að ffamtíðin blasir við mér. Mér líður svo miklu betur og fólk trúir varla að þetta sé ég. Ég var orðin svo lokuð en tala nú við fólk að fyrra bragði enda ánægðari með mig.“ Var komin í föt af mömmu Eva Dís segir hreyfinguna og breytingu á mataræði skipta höfuð- máli í þessum efnum. Nú sé hún meðvitaðri um hvað hún versli í matinn og kaupi mun meira af grænmeti en áður. Hún segir þó hættulegt að ætla sér að hætta að borða allt fitandi. „Ég held alltaf mínum nammidegi inni enda fylgir hann bara lífsstflnum. Ef þú leyfir þér ekki að svindla annað slagið þá heldurðu þetta aldrei út.“ Þegar Eva Dís er spurð hvort hún hafi einhver ráð handa fólki sem er í sömu sporum og hún var í segir hún að málið sé að drífa sig af stað í rækt- ina. „Ég hafði alltaf miklar áhyggjur af að það væru allir að horfa á mig og að ég gæti ekki þetta eða hitt. Nú veit ég hins vegar að fólk er frekar að dást að manni fyrir að vera að byrja. Einnig hélt ég að ég yrði að eiga allar nýjustu græjumar en það var algjör misskil- ingur. Við erum öll misjöfn og aðalmálið er bara að drífa sig af stað. Stundum verð ég hrædd um að detta aftur í sama formið en ég rís ailtaf upp aftur. Ég hef ákveðið að fara ekki í þennan pakka aftur. Nú er þetta orðið að mínum h'fsstfl og ég trúi að ég eigi aldrei eftir að hætta aftur í ræktinni. Ég þurfti að endur- nýja allan fataskápinn minn sem var voðalega gaman. Ég var löngu hætt að geta verslað í tískuvöruverslun- um og var farin að klæðast fötum af mömmu. Núna langar mig bara að flippa í verslununum og stundum tek ég of stór föt því ég trúi varla að ég sé orðin svona grönn." indiana@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.