Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2005, Blaðsíða 2
2 LAUCARDAGUR 19. MARS 2005 Fyrstogfremst DV Bill O'Reilly Hægrisinnaður og glfurlega vinsæll. Leiðari Eiríkur Jónsson Siglfirðingar, ogaðrirsem byggja gömul sjávarpláss á lanásbyggð- inni, verða að gera sérgrein jyrirþeim raunverulegn verðmœtum sem staðirþeirra búayfir. Dyrmæt einangrun ögnuður fólks byggir stundum á mis- skilningi. Það var kátt á hjalla á Siglu- firði þegar tilkynnt var að brátt skyldi Qörð. Gamalt baráttumál í höfh, siglfirskur draumur að rætast. En það er ástæða til að vara við. Það vita allir sem ekið hafa í gegnum Strákagöng að sumarlagi og séð há fjöll speglast í lygnum firði. Við blasir lítill bær, dálítið danskur með torgi og kirkju eins og vera ber. Gæti verið paradís á jörð. Aðeins ein leið inn í bæinn og langt að fara til baka. Siglfirðingar, og aðrir sem byggja gömul sjávarpláss á landsbyggðinni, verða að gera sér grein fyrir þeim raunverulegu verð- mætum sem staðir þeirra búa yfir. Þeir eiga aldrei aftur eftir að búa við atvinnuástand fortfðar sem var í raun hluti af iðnbyltingu þarsíðustu aldar. Nú er allt farið suður þar sem það verður. Eftir eru þau verðmæti ein sem felast í eftirsóttri einangrun útlendinga sem telja ekki aurana þegar sál- arfriður er annars vegar. Það eru þeir sem eiga eftir að byggja þessa staði og skapa það lff sem þar verður lifað í framtíðinni. Og það er til nóg af ríkum údending- um. Hvemig yrði Þórshöfii á Langanesi ef hún væri í alfara- leið? Og hvemig verður Siglu- fjörður þegar Héðinsfjarðargöng- in em komin og allir geta skroppið til og frá? Þá kemur Bónus og Byko og Ikea og allt hitt sem landsbyggðarfólk heldur að sé tákn fyr- ir það lff sem lifa á. Um leið hverfur einangr- unin og þeir ævintýralegu möguleikar sem í henni felast. í þessu ljósi em jarðgöng, Héðinsfjarðar- göng eða önnur, tímaskekkja sem þarf að leiðrétta. Á einstaka stöðum, þar sem at- vinnuástand er í blóma, eiga þau við en ekki í hreinum byggðaperlum þar sem gamalt Iff hefur staðið í stað með þeirri ró sem fylgir. Það verða auðugir útíendingar sem eiga eft- ir að leiðrétta fasteignaverðið á landsbyggð- inni, ekki rándýr jarðgöng sem byggja á þeim misskilningi að sama lífinu eigi að lifa ílandinu öllu. Færeyingar sprengdu sig næstum því í gjaldþrot með jarðgöngum. fslendingar ættu ekki að sprengja sig út úr framtíðinni með sama hætti. Það sjá allir og vita sem lagt hafa á sig langt ferðalag tíl að berja Siglufjörð augum. Ferðalagið á að vera langt. Ekki stutt. Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Útgefandl: GunnarSmári Egilsson Ritstjóri: MikaelTorfason Fréttastjóri: Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000FaxiAuglýsingar:515 7599- Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsingar auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja. Drelflng: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Jónas Kristjánsson heima og að heiman Jóhanna og IfílfifeÖSi, um, aö Jóhanna Sigurðardóttir væri dýr f rekstri sem þingmaður. Hún hafi lagt ffam 107 fyrirspumlrá Alþingi á rúmu árí og mikið kosti aö svara þeim. í raun er Jóhanna fyrir hönd almennings aö knýja ffarn upplýsingar, sem eiga aö liggja á lausu, en kerfiskariar reyna aö liggja á eins og ormar á gulli. Hún vinnur aö gegnsaerra þjóð- félagi og yfir því ættu allir fjöl- miðlar aö gleöjast f staö þess aö vera aö kveina. Kannski fara fjöl- miölar næst aö kvarta um kostn- aö viö svör, sem þeir sjálfir kvelja út úr kerfinu meö tilvfsun til upplýsingalaga. Hinir seku eru kerfiskarlarnir. bæjarstjóra f Garðabæ, fyrir hrein- skiptið viötal á mannamáli hér í blaöinu. Eftir aö hafa heyrt kerfiskaríinn Þor- geröi Katrfnu Gunnarsdóttur menntamálaráöherra þvæla f Kastljósi á þriöjudaginn, sá ég, að þær voru eins og svart og hvftt. Hún virtist telja, aö mál fréttastjórans fælist f, hvort ,lög- fomilega* væri rétt staöið aö hneykslinu eöa ekki. Og hún virtist gefa sér án útskýringa, aö frumvarp sitt um Rfkisútvarpið mundi breyta öllu til batnaðar, án þess að nokkurt samband sé sýnilegt milli breytinganna og batnaöar. Ertu maður eða Hráiy’Rifkin Iff- tæknisagnfræð- ingur segir f Guardian, aö Irving Weissman frumeindalff- ræöingur viö Stanford-háskóla hafi tekizt aö koma heilafrumum úr manni f mús, þannig aö 1% heil- ans sé mannsheili. Hann spyr, hvaö gerist, þegar búið sé að koma prósentunni upp f 100 og mýsnar fari aö sleppa af til- raunastofum. Weissman segir, aö mýsnar séu passaðar vel, en við vitum af fyrri reynslu, aö erfðatæknar hafa ekki hugmynd um óhöpp, sem koma fyrir, þeg- ar þeir eru aö leika guö almátt- ugan. Rifkin gerir ráð fyrir, aö næst reyni menn aö koma mannsheila f sjimpansa. Hryll- ingurinn blasir við. Hægri snu... TÍMI VINSTRISINNAÐRA á íslandi er að Kða undir lok. Við taka hægrivind- ar sem eiga eftir að blása um samfé- lagið líkt og norðanáttin þegar verst lætur í höfuðborginni. Þetta hefur þegar gerst í Bandaríkjunum þar sem vinsælasta fréttastöðin ytra er öfga- hægrisinnuð. Stendur með Bush og stríðsrekstri og vill veg hinna ríku sem mestan á meðan hinir sem minna mega sín mega éta það sem úti frýs. ÞETTA GERIST EINFALDLEGA vegna þess að þeir eru ferskari, hægrimenn- imir. Það er búið að hvíla þá svo lengi. Þeir hafa setið á bekknum. Á meðan hjúpur vinstrimennskunnar hefu legið yfir öllu líkt og lausn á öllum vandamálum heimsins. Sem vinstri- mennskan er ekki frekar en sú hægri. KRAFTUR HÆGRIMENNSKUNNAR núna felst í því að almenningur er alltaf ginnkeyptari fyrir því nýja en því l gamla. Sem i þýðir ein- I faldlega , að Halldor Lax- r ness Flottasti [ vinstrimaðurinn. |> aaaakvimr vinstrimenn eru að detta úr tísku. Hinir komast þá í tísku. Flóknara er þetta nú ekki. FYRSTA BIRTINGARFORMIÐ á íslandi er kannski Ingvi Hrafn Jónsson. Hann er hinn íslenski Bill O’Reilly sem er hvað vinsælastur hægrimanna í Bandaríkjunum. Sendir sinn þátt út á Fox News og allir horfa. Þeir félagar búa báðir við það óskeikula lögmál að strax og byrjað er að predika breytast gáfulegustu menn í hálfgerða bullu- kolla. ÞAÐ ER ENGIN ÁSTÆÐA til að örvænta. Samfélagið gekk sinn vanagang á meðan menn eins og Halldór Laxness og Guðmimdur Andri Thorsson stjómuðu hér umræðunni. Það mun halda því áfram þó svo að hægrimenn taki við þeirri sömu umræðu. Um leið og almenningur verður þreyttur á Öfgum þeirra skapast aftur rúm fyrir öfga hinna. Kraftur hægrimennsk- unnar núna felst í því að almenningur er ginnkeyptari fyrir því nýja en því gamla. Sem þýðir einfaldlega að vinstrimenn eru að detta úr tísku. HV0RUGUR HÓPURINN HEFUR rétt fyrir sér. Það er allt sem þið þurfið að vita. Það er ekkert vit í þeim, hvorki vinstrimönnum né hægrimönnum, en þegar best lætur geta þeir fært okk- ur fram veginn. í þessum átökum fel- ast nefnilega ffamfarir. Það er þessa vegna sem við látum þetta yfir okkur ganga. EN ÞANGAÐ TIL röðin kemur að vinstrimönnum aftur geta þeir sleikt sárin og búið sig undir að komast í tísku aftur árið 2015. Þá gæti runnið upp nýr blómatími með frið og spekt, fjölkvæni og fijálslyndi, sem við þekkjum svo vel frá þeirri kynslóð sem nú er að reskjast. nýjar íiátíðir sem kirkjan ipti tekiö upp Löng helgifjúlí til að minnast þess þegar María Magdalena þvoði fætur frelsarans. Sængurfata hátföin Þriggja daga há- tið í minningu kraftaverksins þegarJesú sagði við lamaða mann■ inn„tak sæng þína og gakk Guðmundur Andri Thorsson Ekki iengur ! tlsku. Ingvi Hrafn Jónsson Hægri sinnaðurog sl- felltvinsælli. Vatnsgöngu- hátíö Best að halda hana I desem- bersvoþaðsé hsegtað gangaá Tjörninni. Fullu fiski- dagarnir Viku fyllirí þegar bakarar og fisk- salarselja áfengið I minn- ingu þess þegar Jesú breytti vatni í vín Fífldirfska fréttamannsins Andlát Búnaðarbankans Adolflngi Erlingsson, iþráttafréttamaður Rlkisútvarpsins, skrifar grein i Fréttablaðið i gær þar semhann kallar Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra lygara. Og ekki nóg með það. Adolflngi kallar Cunnlaug Sævar Gunnlaugsson, formanns útvarpsráðs, líka lygara svo og Pétur Gunnarsson, fulltrúa Framsóknarflokksins i ráðinu. Allt vegna framgöngu þeirra og ummæla í tengslum við ráðningu nýs fréttastjóra RÚV. Nú má vera aö frelsi fjölmiðlanna sé mikið hér á landi og þá líka í Rikisútvarpinu. En hvar á byggðu bóli kæmust starfsmenn fyrirtækja upp með það að kalla yfírmenn sína lygara á frisvæði annarra. Adolflngi getur ekki verið með öllum mjalla og efhann telur það vera hlut- verk sitt aö segja til um innræti yfirmanna sinna i öörum fjölmiðlum veður hanrí reyk. EfMarkús Örn og félagar hans í útvarpsráði treystu sér til að ráða sölumann hjá Marel sem fréttastjóra ætti ekki að vefjast fyrirþeim aö losa sig við einn íþróttafrétta- mann. Eða eins og Davið Oddsson kenndi okkur öllum:„Svona gera menn ekki." Adolf Ingi Kallar yfirmenn sína lygara í blaðagrein. (gær birtist í Mogganum dánartilkynn- ing á baksíðu en slíkt telst til tíðinda, jafnvel í Mogganum. Þetta var lítil frétt án myndar og var skrifuð undir fyrir- sögninni: „KB banki verður Kaupþing banki". f fréttinni segir að tillaga verði lögð fram á aðalfundi bankans að hann heiti ekki lengur KB banki. Það nafn var tekið upp þegar bankinn hætti að heita Kaupþing Búnaðarbanki. Hann hafði áður heitið Búnaðarbankinn frá því í júlí árið 1930. Við hér á DV syrgjum Búnaðarbankann ekkert sér- staklega. Bankar hafa dáið áður á íslandi og horfið á braut. Kaupþing Búnaðarbanki er að mörgu leyti tákn nýrra tíma. En það ér alltafsorg- legt fyrir fólk að horfa á eftir föllnum félaga. Mörgum þykir vænt um bankann sinn þótt það sé ísjálfu sér óskiljanlegt. Spurningin sem situr á vörum okkar á DVIýtur fyrst og fremst að þvi hvort bankinn bjóði til erfidrykkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.